Tækniskólinn fær Jablotron viðvörunarkerfi að gjöf

Við fengum tækifæri að færa Tækniskólanum (Raftækniskólanum), að gjöf Jablotron innbrota og viðvörunarkerfi. Gjöfin var afhent þeim í dag 09.09.09.
Við höfum í nokkur ár selt og þjónustað Jablotron innbrota og öryggiskerfi, en þau eru frá Jablotron í Tékklandi. Kerfin hafa reynst mjög vel og við höfum aðallega lagt áherslu á þráðlaus kerfi, þar sem þau henta mun fleirum en víruð, sérstaklega þegar verið er að setja kerfi upp í húsum, þar sem ekki var gert ráð fyrir lögnum.

Aðallega erum við með tvær gerðir þ.e. Profi kerfið og svo það allra nýjasta Oasis kerfið. Miklir möguleikar eru í skynjurum, stýringum og upplýsingaöflun. Hér eru upplýsingar um kerfin.

Hingað komu þeir Valdimar Gísli Valdimarsson skólastjóri raftækniskólans og Gunnar Karl Guðjónsson kennari, en það verður hlutverk hans að kynna og kenna nemendum um öryggis og innbrotakerfi.

Það er von okkar og ósk að spjöldin með kerfunum nýtist vel nemendum og kennurum við námið.


Á myndinni eru Birgir Harðarsson (okkar sérfræðingur), Valdimar Gísli skólastjóri og Gunnar Karl kennari með eitt spjaldanna.

Sjá frétt af heimasíðu Raftækniskólans

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....