Þjónustustöð fyrir Scott reykköfunartæki

Í síðustu viku fór fram námskeið og þjálfun þeirra, sem koma að Scott þjónustustöðinni sem er staðsett hjá Slökkviliði Akureyrar.
Hingað til lands kom Mika Finna frá Scott Health & Safety til að sjá um þjálfun og voru þátttakendur alls sjö. Bróðurpartur þeirra hafði lokið þjálfun á Scott Airpak tækin, en nú bættist við þjálfun á Propak, Sigma, Contour og Elsa flóttatæki.

Frá Slökkviliði Akureyrar fjórir, einn frá Brunavörnum Suðurnesja, Einn frá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis og svo einn frá okkur.

Nú eigum við von á pappírum yfir lokaúttekt á stöðinni og ýmsu öðru smávægilegu sem ganga þarf frá og erum við þá í stakk búin að þjónusta allar gerðir Scott reykköfunartækja. Stöðin er sérstaklega viðurkennd af Scott og upplýsingar um stöðina verða settar inn á heimasíðu þeirra.

Það vakti athygli allra hversu einfalt er að þjónusta evrópsku tækin. Varahlutir ganga á milli, þess vegna er varahlutalager ekki stór. Tíminn sem fer í hvert tæki er ekki mikill og prófunarbekkurinn leiðir viðkomandi áfram hvernig skuli stilla og gera við. Það er ekki spurning, að Scott tækin hverrar gerðar sem þau eru, eru einstaklega vönduð og auðveld tæki í notkun og viðhaldi. Viðhaldið er einfalt og ódýrt.

Hér eru svo þátttakendurnir.


Á myndinni eru frá vinstri Davíð (BS), Viðar (SA). Gauti (SA), Þorbjörn (SA), Sigurður Hólm (SA), Einar (BSN), Benjamín (Ó.G. & Co hf.) og Mika Linna frá Scott.

Hér eru svo nokkrar myndir frá námskeiðinu.



.