Tímaritið Slökkviliðsmaðurinn

Fyrir stuttu kom út Slökkviliðsmaðurinn og voru í mjög svo góðar greinar. M.a. var fjallað um ýmsan slökkvibúnað, hagsmunamál slökkviliðs og sjúkraflutningamanna ofl. Greinarnar voru skrifaðar á allt annan hátt en áður og ýmislegt nýtt á ferðinni. Má þar nefna skrif um rétta notkun slökkvitækja, ástand eldvarna hjá ungu fólki, eldvarnir á heimilum, eldvarnarátak, margmiðlunardisk og upplýsingarit frá SHS. Allt mjög fróðlegt og eins og áður sagði sett fram á nýjan hátt enda kominn tími til.

Við leyfðum okkur að taka út tvær myndir okkur skyldar en þessi grein tók á eldvörnum hjá ungu fólki og hef ég ekki séð fjallað um málið á þennan hátt áður. Vona svo sannarlega að þetta skili sér til ungs fólks sem er að stofna heimili sitt. Við tökum vel á móti ungu fólki og leiðbeinum þeim um eldvarnir.
 
Ætlunin var að tjá sig aðeins um rétta notkun slökkvitækja en ég ætla að sleppa því þessi jólin. En þótti fróðlegt að sjá að dufttækið fékk 29 línur í greininni en léttvatnstækið bara 10 línur.

 

Benedikt Einar Gunnarsson