Trellchem Super eiturefnabúningar

Á síðasta ári afgreiddum við talsverðan fjölda af Trellchem Super eiturefnabúningum til slökkviliða og skipafélaga.

Um hefur verið að ræða eina gerð sem er lang algengasta gerðin en það er Trellchem Super gerðin þar sem reykköfunartækin eru borin utan á búningnum. Langflest þeirra slökkviliða sem eru með Trellchem búninga eru að nota þessa gerð þ.e Super T-ET.

SKOÐIÐ NÝJA HEIMASÍÐU ANSELL (TRELLEBORG)

Með búningunum fylgir leiðbeiningartafla um hvaða efni búningurinn þolir, hve lengi og áhrif á búningin. Nefna má að allir búningarnir þola ammoníak í tæpar tvær klst. Loftloki 2/30 l/mín. Eða 30/100 l/mín. Með hverjum búningi fylgja hanskar, loftloki, taska, herðatré og smurefni á rennilás.

Allir viðurkenndir samkvæmt prEN 943. CE Merking. TE stendur fyrir eiturefnabúning þar sem reykköfunartæki eru borin innan í búningnum en T stendur fyrir ef tækin eru borin utan á búningnum. Stærðir XS, S, M, L, XL og XXL. Sama verð á öllum stærðum. Allir búningar eru viðurkenndir annað hvort samkvæmt EN eða NFPA stöðlum þar sem það á við. Allar gerðir CE merktar. Hér er viðurkenning SEI.

Við höfum sett inn bæklinga á síðuna en hver bæklingur sýnir aðeins eina gerð af búning. T.d. T eða TE gerð en svo er líka til í hvorri gerð ET og VP1 útfærsla ásamt fleiru.

Trellchem Super TS eiturefnabúningar eru úr polyamíðefni húðuðu butyl gúmmíefni að utan og innan en að utan er butyl efnið húðað með viton efni (Gulir). Henta fyrir slökkvilið, eiturefnasveitir, efnaiðnað og útgerð. Viðurkenning EN 943 I/II.

Bæklingur yfir allar Super gerðir

Trellchem Super eiturefnabúningar

Heildarvörulisti yfir allar gerðir. Vörulisti (1b) yfir allar gerðir búninga sem reykköfunartækin eru utan á.
Vörulisti yfir allar gerðir búninga með skvettuvörn (splash). Vörulisti (1a) yfir allar gerðir búninga sem reykköfunartækin eru inni í .
Vörulisti yfir allar gerðir búninga sem lofti er dælt í (Freeflow). Stærðarkort
Upplýsingar um loftloka Samanburður á gerðum þ.e. fyrir tæki inn í búningi og tæki utan á búningi.
Viðurkenningar Efnaviðnám mismunandi gerða

 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki sjúkratöskur.....

 

.