Bifreiðarnar eru komnar til landsins eins og sjá má á myndum hér á síðunni. Þær verð tilbúnar
til afhendingu í næstu viku ef allt gengur eins og það á að gera.
Bifreiðarnar eru smíðaðar á MAN 19.414
undirvagna hjá Rosenbauer AS í Noregi, sjálfskiptar með sídrifi og einföldu ökumannshúsi. Dælurnar afkasta 3000 l/mín við 10
bar og 3 m. soghæð og eru með Fix-Mix froðukerfi 1-3-6%. Rosenbauer RM25E fjarstýrður þakstútur (monitor) gefur
2500 ltr./mín. Vatnstankur er 6.100 l. og froðutankur 610 l. Sérstök ljós á hliðum bifreiðanna sýna vatnsmagn
í vatnstanki. UNIPOWER 7kW rafall er við vél bifreiðanna fasttengdur við 2 x 1000W ljósamastur. Í hliðarrennum eru þrjú öflug
vinnuljós.
Hitaelement er í vatnstanki og skápar upphitaðir. Ýmislegt fleira er í bifreiðunum.
Ýmsar innréttingar og
búnaður eru í bifreiðunum eins og reykköfunarstóll í farþegasæti, HOLMATRO björgunarbúnaður, WIMUTEC björgunarsagir, slöngurekkar fyrir GUARDSMAN (ARMTEX) 42mm. 3" og 4" slöngur, hillur, verkfæraveggir, útdraganlegir pallar fyrir SCOTT reykköfunartæki og kúta,
NOR 10m. brunastigar, AWG 4 ½" barkar, Handlínur með Rosenbauer RB110 úðastútum og HD38 50 m. brunaslöngum, CASTEK Úðastútar, FLEXI
Vinnupallastigar, LPTC duftkúlur, TOTAL froðustúta, PENSI sjúkrabörur, PENSI fyrstu hjálpar töskur, PENSI súrefnisgjafarbúnað, JOCKEL
slökkvitæki ofl. ofl.
Einnig verða bílarnir búnir
sjálfvirkum loftstýrðum lokum á handlínum. Þessi búnaður ásamt fjarstýrðri byssu á þaki og fjarstýringu
dælu frá ökumannshúsi gerir það að verkum að við slökkvistarf þarf einungis 2 menn.