Við viljum óska viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og þökkum viðskipti og samskipti á liðnu ári. Við
getum ekki verið ósáttir við síðasta ár en á því ári var tekið á ýmsum nýjum viðfangsefnum.
Til gamans nefnum við hér hluta þeirra.
Í eldvarnar og sjúkrabúnaðargeiranum náðum við samningum eftir útboð á vegum Sameinuðu
þjóðanna á evrópska efnahagssvæðinu á sölu á búnaði til slökkviliðsins á flugvellinum í Pristina í
Kosovo (sjá eldri fréttir). Hér kom tvennt til að við buðum aðeins þann búnað sem þekktur er hjá velflestum slökkviliðum
hérlendis og svo áratuga reynsla okkar og birgja okkar. Hér var sala á eldfatnaði, einkennisfatnaði, brunadælum, eiturefnabúnaði, slöngum,
úðastútum, reykblásurum, tengjum, greinistykkjum, reykköfunartækjum ofl. ofl.
Til Brunavarna Árnessýslu seldum við körfubifreið af Simone Snorkel gerð á Mercedes Benz undirvagni en þessi bifreið
kom frá slökkviliðinu í Stavanger.
Flugmálastjórn ákvað að bæta við búnaði í Rosenbauer slökkvibifreiðar á Dodge undirvagni sem
við seldum til þeirra fyrir nokkrum árum síðan en í þær voru settar 135 kg. duftkúlur.
Allur búnaður eins og úðastútar, slöngur, verkfæri, tengi, reykblásarar, björgunartæki,
lyftipúðar, rústabjörgunarbúnaður, festingar, greinistykki, safnstykki, krókstigi, björgunarsög, slöngubrýr,
slökkvitæki, í nýja slökkvibifreið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom frá okkur en þessa dagana er verið að
koma búnaðnum fyrir en byggingu bifreiðarinnar seinkaði talsvert hjá yfirbyggjanda.
Brunavarnir Suðurnesja fengu nokkur Scott reykköfunartæki með Scott Talk Around fjarskiptabúnaði.
Slökkvilið Akureyrar og Brunavarnir Skagafjarðar fengu Rosenbauer Fox 1.600 l. brunadælur.
Mörg slökkvilið bættu við sig ýmsum búnaði og svo hlífðarfatnaði.
Tvær sjúkrabifreiðar byggðar af Profile í Finnlandi á Mercedes Sprinter undirvögnum voru afgreiddar til Rauða kross
Íslands. Þetta eru fyrstu tvær fjórhjóladrifnu sjúkrabifreiðarnar á MB Sprinter undirvagni sem Rauði kross Íslands fær.
Innréttingar í bifreiðunum eru hefðbundnar en efni og aðferðir nýjar.
Hluti útrásar var fjárfesting í Albatros International AS í Danmörku sem er framleiðandi eldfatnaðar sem
bróðurpartur slökkviliða á Íslandi notar og hefur notað síðan 1994. Reynslan af Albatros fatnaði er mjög góð og við höfum
fengið fatnaði breytt eins og við eða viðskiptavinir okkar hafa óskað eftir. Þó við séum hluthafar í Albatros bjóðum einnig
hlífðarfatnað frá öðrum framleiðendum eins og t.d. Ary Konfeksjon (Kansas Wenaas) sem við höfum m.a. selt til Pristina og nokkurra liða
hér.
Sala sprengiefna var talsvert meiri en í venjulegu ári og kom þar til mun meiri framkvæmdir en í venjulegu árferði.
Ýmsar nýjungar voru á ferðinni m.a. fengum við til landsins sérstakan hleðslubíl og blöndunarbíl svo framleiða megi sprengiefni á
staðnum og þannig dregið úr sprengiefnaflutningum. Meira öryggi.
Ýmsar nýjar gerðir sprengiefna voru fluttar inn vegna nýrra verkefna en hér voru jarðgangnagerð og efnistaka
fyrirferðamest.
Innbrot var framið í sprengiefnageymslur okkar en efnið fannst og var komið til skila. Við höfum í 40 ára
innflutningssögu fyrirtækisins sloppið við innbrot og óskum við þess að mega sleppa við slíkar uppákomur næstu 40
árin.
Benedikt Einar Gunnarsson