Fyrirtækið Profile Component OY
er í Iilsalmi í Finnlandi. Starfsmenn eru um 85 talsins og framleiðsla þeirra á síðasta ári voru 280 bifreiðar. Fyrirtækið er
stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í norðanverðri Evrópu. Af heimamarkaði eiga þeir um 80% og hafa selt á þeim markaði um 1300
bifreiðar. Í eigu fyrirtækisins eru fyrirtækin Profile Component Svíþjóð AB og 30% hlut í Crossmobil GmbH. Söluskrifstofa er í
Tallin. Útflutningur er til Eystrasaltslandanna, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Rússlands, Saudi Arabíu og Þýskalands.
Hjá Profile Component OY er byggt yfir ýmsar gerðir bifreiða eins og Mercedes Benz Sprinter, Vito, VW-Transporter Ford
Econoline, Ford Transit, Chevy, GMC ásamt fleiri gerðum.
Framleiðslan er um 250 til 280 sjúkrabifreiðar á ári fyrir þá markaði sem þeir eru þegar á. Mikil
áhersla er lögð á þjónustu og eins samband við viðskiptavini (after sales service). Fyrirtækið
byggir samkvæmt evrópustöðlum.
Útkoman var sú að lægstu
tilboðin voru frá okkur í svokallaðar A bifreiðar en það eru sjúkrabifreiðar á VW Transporter grindum. Lægstu tilboðin í
Econoline bifreiðar í svokallaðar B og C bifreiðar voru frá Heildverslunni Donnu en við áttum næstlægsta tilboðið í B
bifreiðar.Við áttum lægstu frávikstilboðin en í þeim tilfellum buðum við MB Sprinter undirvagna. Þær bifreiðar eru
fjórhjóladrifnar með sídrifi eða háu og lágu drifi. Vélarstærð er 156 hö og togkraftur 330Nm. Mjög áhugaverður
undirvagn. Tekið skal fram að eftir á að fara yfir tilboðin og kanna hvort þau uppfylla kröfur. Kröfulýsing Rauða krossins var mjög
nákvæm og gerum við ráð fyrir að bjóðendur hafi góða þekkingu á sjúkrabifreiðum og röð verði
óbreytt.
Benedikt Einar Gunnarsson.
Heimasíða Profile