Úttekt Brunamálastofnunar á slökkvitækjaþjónustum

Nú á haustmánuðum komu fulltrúar Brunamálastofnunar til að gera úttekt á þjónustustöð okkar fyrir slökkvitæki. Að sögn var markmið úttektar að gera samanburð á þjónustustöðvum og afla upplýsinga um  í hvernig ásigkomulagi þjónustustöðvar eru almennt. Finna út sem sagt hvernig er staðið að þjónustu slökkvitækja. Þessa úttekt átti að gera um land allt.

Í framhaldi af þessari úttekt sem fór fram á þann hátt að vélar, verkfæri, varahlutir, slökkviefni og verkaðstaða var allt saman skoðað og síðan svarað spurningum viðkomandi vinnuferli ofl.

Þessu til viðbótar fengum við síðan fleiri spurningar og óskir um að skila inn ákveðnum upplýsingum um viðurkenningar tækja, efnis ofl. sem við höfum nú nýverið skilað inn en ekki voru sett tímamörk á skil.

Við eigum því von á að Brunamálastofnun kynni vonandi innan skamms hvernig úttekt fór fram og niðurstöður úttektar. Niðurstöður eiga að sögn að birtast opinberlega. Fróðlegt verður að fá að vita hvert ástand slökkvitækja eftirlits og viðhalds er hér á landi enda hefur slík úttekt ekki farið áður fram að við vitum.

 

Benedikt Einar Gunnarsson