Væntanlegar verðbreytingar í febrúar

Við eigum von á nýjum sendingum á slökkvitækjum nú í febrúar og gera má þá ráð fyrir þó nokkrum verðhækkunum, þar sem við höfum ekki hækkað verð í samræmi við fall krónunnar. Við vekjum því athygli ykkar á að ef þið hafið hug á kaupum á slökkvitækjum eða öðrum eldvarnabúnaði að hugsa til þess fyrir janúarlok.
Við erum þessa dagana að reikna ný verð miðað við þær forsendur sem eru nú og munum senda frá okkur nýjan verðlista í byrjun febrúar. Lausleg skoðun sýnir, að innkaupsverð hefur hækkað um 28% til 33% á velflestu, fram úr því sem verðhækkanir okkar voru á síðasta ári. Úr þessum staðreyndum erum við að vinna og þegar ljóst að ekki er hægt að setja þessar kostnaðarhækkanir að fullu í verðið. Við getum því ekki að svo komnu máli upplýst um þau verð sem gildi taka í febrúar en víst er að þau hækka.

Ningbo 6 l. léttvatnstæki króm



Við eigum von á ýmsun nýjum vörutegundum og m.a. nýja gerð af léttvatnsslökkvitæki 6 lítra með slökkvimátt 21A 144B sem við tökum til prufu. Eins og elstu menn muna þá voru vatnsslökkvitæki úr ryðfríu stáli all vinsæl hér á árum áður. Þó nokkrum fjölda þeirra var breytt í léttvatnstæki hérlendis. Þessi tæki hafa reynst vel og eru nokkuð útbreidd.

Við munum kynna þessar nýju vörur á næstunni. Nokkuð er af búnaði og varahlutum fyrir slökkvitækjaþjónustur eins og innsigli, öryggispinnar, úðabyssur, en einnig úðastútar, brunaslönguhjól ofl.