Verð á flestum ef ekki öllum vörum mun hækka.

Verð á flestum ef ekki öllum vörum muni hækka á næstunni vegna erlendra verðhækkana, verulegra gengishækkana, aukins flutnings- kostnaðar og fleiri atriða sem of langt er upp að telja. Flestum er kunnugt um þesssar kotnaðarhækkanir.

Ágætu viðskiptavinir
 
Verð hafi ekki hækkað hjá okkur svo nokkru nemi í langan tíma og leitað hafi verið leiða til lækkunar verðs með því að finna nýjar vörutegundir með ágætum árangri en nú er komið að þeim tímapunkti að hækka þurfi eins og áður er getið.

Þegar við teljum að hækkunarhrinan hafi gengið yfir munum við senda viðskiptavinum okkar verðlista.
 
Í framhaldi erum við þessa dagana að útbúa heildsöluverðlista og munum við senda þann lista frá okkur þegar þeirri vinnu er lokið.
  
Mikil sala hefur verið undanfarið og höfum við rétt svo haldið í horfinu að eiga nægar birgðir fyrir trausta viðskiptavini okkar og biðjum þá sem ekki hafa hlotið þá þjónustu sem til var ætlast velvirðingar þar á.