Verðhækkanir og gámur kominn

Vegna gengisfalls krónunnar okkar, höfum við neyðst til að hækka verð á öllum eldvarnavörum. Sá einsetningur okkar að lækka verð og kaupa hagstæðar inn er því fyrir bí í bili. En við höfum þó í verðhækkunum okkar vegna gengisfalls ekki hækkað eins mikið, eins og fall krónunnar hefur verið og þannig tekið þátt í að hægja á verðbólgu.

Í mars hækkuðum við vegna gengisfallsins um 15% til 20% allar eldvarnarvörur. Nú í byrjun október hækkuðum við um 8% til 12%.

Þetta er langt undir þeim hækkunum sem þarf til að mæta falli krónunnar okkar, en þeir gjaldmiðlar, sem við kaupum inn í hafa hækkað um 55% til 60%, sé fráskilinn þessi falldagur krónunnar í vikunni og þessi í dag um 30% hvort sem hún er raunveruleg eða ekki.

Hækkun okkar er þá frá 28,80% til 34,4% á móti þessum 55% til 60%. Samtímis hafa orðið hækkanir erlendis, sem ekki er fyrirséð að sé lokið.

Aðeins hluta af þeim hækkunum höfum við tekið inn í verð okkar. 

Gámurinn frá birgja okkar Ningbo er kominn með allar gerðir slökkvitækja m.a. 2 kg. kolsýrutæki á einstöku verði (40% til 45% ódýrari en þær gerðir sem við erum með fyrir), lyfjaskápa (7% til 15% ódýrari), slökkvitækjaskápa á bíla (40% til 49% ódýrari), slökkviduft (26% ódýrara) og reykskynjarar.