Verksmiðjur Wawrzaszek heimsóttar

Í síðustu viku heimsóttum við verksmiðjur Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi til að skoða þær slökkvibifreiðar sem væntanlegar eru á næstunni.



Hér er hluti hópsins fyrir utan nýrri verksmiðjuna en lengst
 til vinstri er Mariusz Roza framkvæmdastjóri sölusviðs. 
Um rúmt ár er síðan við komum í verksmiðjurnar síðast en eins og flestir vita sem fylgjast með okkur þá höfum við selt 6 slökkvibifreiðar til afhendingar á þessu ári. Tilgangur heimsóknarinnar að þessu sinni var eins og áður sagði að skoða bifreiðarnar, á hvaða byggingarstigi þær væru og ákveða innréttingar.

Verksmiðjurnar eru nú tvær og fer öll framleiðsla á trefjaplast yfirbyggingum fram í annarri þeirra en það er húsnæði sem þeir fengu í fyrra. Þar var um öll gólf verið að smíða hliðar, veggi, tanka, undirstöður ofl. ofl. Líma saman yfirbyggingar og setja á undirvagna.

Þarna voru nokkrar bifreiðar í smíði eins og MB Atego stórar bifreiðar líklega 26 tonna ef ekki meira sem verða með há og lágþrýsta dælu ofan á vatnstanki og tvöfalt hús fyrir dönsku almannavarnirnar, á áttunda tug af Renault Atego (4ra dyra) fyrir einn yfirbyggjenda í Belgíu, Volvo fyrir yfirbyggjenda í Svíþjóð og svo á fimmta tug af Steyr bifreiðum fyrir Búlgaríu. 

Verkefnastaðan er góð og gert er ráð fyrir að framleiðsla ársins verði um 250 til 300 slökkvibifreiðar og svo aðrar gerðir bifreiða eins og dráttarbifreiðar ofl. Einnig gámar, kerrur ofl. Það er ljóst að æ fleiri yfirbyggjendur leita til Wawrzaszek og láta þá sjá um trefjaplast yfirbyggingar fyrir sig enda eru gæði og verð ótrúleg.

Við sáum m.a. fyrstu yfirbygginguna sem þeir eru að smíða á Renault Midlum þ.e. 270 hestafla 16 tonna undirvagninn en hingað til hafa þeir eingöngu smíðað úr áli og stáli á þann undirvagn. Þetta voru góðar fréttir þar sem við teljum að þessi bifreið henti einstaklega vel hérlendis. Létt og lipur í akstri beinskipt með einfaldan gírkassa og með 2 til 3000 l. af vatni og 3000/250 l./mín há og lágþrýsta Ruberg dælu og gott skápapláss. Bifreið sem gæti verið um 22 hestöfl á tonnið.
 


Hér má sjá hluta þeirra móta sem notuð eru við smíði yfirbygginga.
 Þetta gæti verið fjórðungur salarans þar sem þessi vinna fer fram í



Ýmsar gerðir undirvagna biðu utan dyra.

 
Við munum reyna að vera duglegir við að koma frekari fréttum af heimsókninni á vefsíðuna nú á allra næstu dögum. 
 
Og svona í lokin þá setjum við inn mynd af einum slökkvistjóranna sem er frá Austurlandi við bifreiðina sem hann langaði mest í.