Við erum staddir í Póllandi að skoða bifreiðar

Við erum í Bielsko Biala að skoða slökkvibifreiðar og m.a. þá sem er væntanleg til landsins næst fyrir Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn fyrir Egilsstaðaflugvöll. Steyr undirvagn með 10.000 l. af vatni fyrirTæland


Það er eins og áður nóg um að vera. Hér er verið að keppast við að ljúka yfir 70 Steyr 10.000 l. slökkvibifreiðum sem fara til Tælands en sá samningur var gerður með Somati í Belgíu.





Ein af almannavarnabifreiðunum fyrir Danmörku

Eins eru hér fjórar bifreiðar fyrir Danmörku en það eru almannavarnarbifreiðar á Bens undirvagni. Vatnsmagnið á þeim bifreiðum er 3.400 l. en dælan er 4.400 l. á lágþrýstingi en það er sér dæla fyrir háþrýstinginn og eru báðar dælurnar vökvadrifnar.





Renault Midlum góður kostur með 3.000 l. af vatni, 20 hestöfl á tonnið
Nokkrir Renault Midlum undirvagnar bíða yfirbyggingar en þeir eru nú fáanlegir með 280 hestafla vélum og með Allison sjálfskiptingu. Grindurnar eru 14 til 16 tonna. Slík bifreið með 3.000 l. af vatni og 3.000 l. dælu há og  lágþrýstri myndir skila 20 hestöflum á tonnið. Vélin er um 1050 Nm á 1500 snúningum svo þetta er öflug bifreið og góður kostur fyrir mörg sveitar- og bæjarfélög.  Í þessari stærð næst að vera með sjö skápa.  Ekki skemmir verðið.


Stórglæsilegar línur í þessari bifreiðScanían er gullfalleg og yfirbyggingin einstök. Það er sérstaklega vandað til smíði þessarar bifreiðar en yfirbyggingin átti upprunalega ekki að vera úr trefjaplasti heldur í einingum.  Yfirbyggjandi ákvað að byggja þessa yfirbyggingu og hefur tekist einstaklega vel til. Innfelldar línur gera mikið fyrir svona stóra bifreið. Verið er að koma fyrir dælu og úðastútum og styttist óðum í að bifreiðin komi til landsins