Vinnueinkennisfatnaður fyrir slökkviliðs og sjúkraflutningamenn

Undanfarið hefur verið mikið spurt um vinnueinkennisfatnað fyrir slökkviliðs og sjúkraflutningamenn. Ástæðan er víst vegna erfiðleika við að fá slíkan fatnað þar sem þjónusta þeirra sem skaffa eiga er víst döpur.

Það má svo sem til sannsvegar færa að markaður fyrir slíkan fatnað er ekki stór hérlendis og því erfitt að eiga lager í hinum ýmsustu stærðum. Við höfum hingað til ekki verið með lager en sala okkar á slíkum fatnaði hérlendis hefur ekki verið mikil en við höfum aftur á móti selt fatnaðinn í Evrópu og höfum því nokkra reynslu af endingu og gæðum.

Vinnueinkennisfatnaðurinn er frá Wenaas í Noregi en frá þeim fáum við einnig hlífðarfatnað bæði úr Nomex efnum og Pbi Kelvar efnum. Vinnueinkennisfatnaðurinn er mjög vandaður fatnaður sem er langlífur og heldur sér vel. Hann er ekki ódýr en kannski heldur ekki dýr þegar menn velta fyrir sér endingu. Við höfum sett upplýsingar á heimasíðu okkar og bendum ykkur á að skoða frekari upplýsingar þar.  Mun meira úrval er fáanlegt og þess vegna bendum við ykkur á að skoða úrvalið á heimasíðu Wenaas einnig.

Frekari upplýsingar um fatnaðinn getið þið skoðað hér eða á vefsíðu Wenaas í Noregi.