Wawrzaszek flugvallaslökkvibifreið - Magnaður

Í haust byggði Wawrzaszek fyrir flugvöllinn Rzeszow í Jasionka þessa glæsilegu flugvallaslökkvibifreið.
Undirvagn er af Deutz gerð og vatnstankur tekur 11.000 lítra. Froðutankur tekur 1500 lítra af m.a. 6% blöndu. Brunadælan (miðskips) tveggja þrepa skilar yfir 6.000 lítum á mínútu við 10 bara þrýsting. Að auki er bifreiðin búin vatns og froðu úðabyssu á þaki og framstuðara, handkeflum 1 1/2" 400 l/mín, úðakerfi undir vagni og 250 kg. ABC duftkút með 30metra 25mm slöngu. Á ljósamastri eru tveir 1000W ljóskastarar.

Undirvagn er þriggja öxla með heildarburðargetu 36 tonn. Byggt er eftir kröfum NFPA 414 2007 og I.C.A.O. Doc 9137-AN/898 Part 1 1990. Uppfyllir öll skilyrði og einnig þau sem eru nú á teikniborðinu hjá eftirlitsaðilum.

Hámarkshraði er 115 km/klst. og hröðun í 80km/klst innan við 35 sek. Vélin er 15,3 l. 500 kW með tog 2800 Nm við snúning 1300 til 1500 sn/mín.

Yfirbyggingin er úr trefjaplasti (GRP) þ.e. eftir áðurþekkt samlokuaðferð. Uppfyllir staðla ECE 17R og 29R (-40°C til 80°C). Sæti eru fyrir ökumann fyrir miðju og aðstoðar ökumann við hlið hans, en einnig eru sæti fyrir þrjá í aftursæti.

Hér má sjá fleiri myndir.



Enn ein fjöðurin í hatt Pólverjanna.