Wawrzaszek Volvo slökkvibifreið af gerðinni BAS 1 DL

Á sýningunni Skydd í Svíþjóð nú í september sýndu okkar menn Wawrzaszek Volvo slökkvibifreið af gerðinni BAS 1 DL sem þeir smíðuðu fyrir umboðsaðila sinn í Svíþjóð.
Hér er um að ræða slökkvibifreið á Volvo undirvagni 4 x 2 þ.e. ekki fjórhjóladrif með tvöföldu áhafnarhúsi. Yfirbygginging er eins og við þekkjum úr trefjaplasti og dæla er miðskips.  Yfirbyggingin er  lág sem eðlilegt er þar sem þetta er ekki fjórhjóladrifinn undirvagn en  hún er um leið há  og hleri að aftan þar sem Svíar eru með  mikinn og stóran NOR-BAS stiga. Hlerinn er þá felldur niður til að taka stigann. Í bifreiðinni er Ruberg dæla eins og við þekkjum. Auðvita eru Holmatro björgunartæki í bifreiðinni.

Sjá myndir.