WISS slökkvibifreiðar

Fleiri en við hafa fallið fyrir WISS slökkvibifreiðum en á heimasíðu Hauberg Technique er fjallað um slökkvibifreiðar framleiddar af WISS í Bielsko- Biala í Póllandi. Hauberg Technique er danskt fyrirtæki sem stofnað var 1994 og flytur inn til Danmerkur, Færeyja og Grænlands margskonar búnað fyrir slökkvilið m.a. slökkvibifreiðar frá Autokaross í Svíþjóð. Við höfum átt samstarf við fyrirtækið og mörg vörumerkja þeirra er þau sömu og við flytjum inn fyrir íslensk slökkvilið. www.firetechnique.dk/page.php

Fram kemur á forsíðu að Wawrzaszek er framleiðsluyrirtæki með 400 starfsmenn, einstaklega nýtískulegt og sem m.a. hefur keypt sænska dæluframleiðandann Ruberg. Sjá forsíðu Hauberg Technicue.


Renault Kerax 6x6. Svipuð bifreið og við höfum selt nokkrar af en þær eru í 4x4 útgáfu. 


Ýmislegt fleira kemur fram um WISS (sjá síðu) m.a. að hér sé á ferðinni ákveðinn, nýjungagjarn og hressandi framleiðandi slökkvibifreiða sem notar allar nýjustu tækni. Stýribúnaður framleiðsluvéla er CAD-CAM beint frá teiknistofu. Einstaklega nýtískuleg framleiðsla úr trefjaplasti í lofttæmi mótum. Eigin framleiðsla á sérbúnum hlutum, slönguvindum, ljósamöstrum, vatnstönkum ofl. Yfirbyggingar annað hvort byggðar úr samloku trefjaplasti eða ryðfríu stáli. Öflugar teikni- og þróunardeildir þar sem nær eingöngu er unnið með tví- eða þrívíddar teikningar. Mikil áhersla lögð á skilmerkileg gögn og teikningar yfir varahluti eða hlutalista. Vel menntað starfsfólk um 400 manns iðnmenntað "á gólfinu" til tæknimanna í þróunardeildum. ISO vottað ISO 9001:2000 varðandi innkaup, framleiðslu og gæði.


Svipuð bifreið og við höfum selt til Brunavarna Skagafjarðar.


WISS er tiltölulega ungt fyrirtæki. Hlutafé er í eigu Wawrzaszek fjölskyldunnar sem starfar við fyrirtækið. Lögð er mikil áhersla á huggulegt og þrifalegt umhverfi. Gangar og gólf verksmiðjunnar eru þrifin reglulega og allt er skínandi hreint. 


Svona körfu og slökkvibifreið sáum við Á Rauða hananum í sumar. Verð var þá um 28 milljónir án VSK. Hefur lækkað síðan þá.

Árið 2004 keypti WISS meirihluta hlutafjár í sænska dælu- framleiðandum Ruberg AB svo í dag eru það þeirra dælur þrátt fyrir að vera sænskar og einnig danskar þar sem bronzsteypan fer fram hjá Jægers Metalstöberi í Næstved og UG Metal í Hedensted. Ruberg fyrirtækið sjálft hefur svo stækkað í framhaldi af eignaskiptunum.


Hér er Volvo hugsanlega fyrir sænsku Almannavarnirnar ?? Þekki það ekki en yfirbygging er úr trefjaplasti.

Hauberg og Autokaross eru umboðsmenn WISS í Skandinavíu. Fyrstu slökkvibifreiðarnar eru á leið til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands en þær eru komnar til Íslands. Sjá myndir.


Floby aurhlífar Made in Swe.........

Við vorum nefnilega fyrstir til að eiga viðskipti við þá á Norðurlöndunum.

Svo mörg voru þau orð. Eigandi Hauberg Technique sem skrifar svo fallega um WISS er ekki nýgræðingur í faginu. Hann er fyrrum forstjóri Nielsen AS dansks framleiðanda á slökkvibifreiðum (nú í eigu Falk held ég) sem flutti m.a. hingað til lands einhverja 6 til 8 slökkvibifreiðar með Ruberg dælum og á MAN undirvögnum.