Trellchem HPS eiturefnabúningar til SHS

Fyrstu Trellchem HPS eiturefnabúningarnir eru nú væntanlegir til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. SHS hefur valið Trellchem búninga og flestir eru af Super gerð en nú var breytt til og valið það allra besta frá Trelleborg. Búningar sem þeir nota eru af þeirri gerð sem er með reykköfunartækin utan á búningnum. Sá munur sem flestir munu sjá er að þessir búningar eru rauðir.

Stutt lýsing:

Trellchem HPS (High Performance) eiturefnabúningar eru úr polyamíðefni húðuðu með viton og butyl gúmmíefni að utan en að innan er polymer vörn (Rauðir). Henta fyrir slökkvilið, eiturefnasveitir og efnaiðnað. Viðurkenning EN 943 I/II. NFPA 1991 útgáfu 1994.

 




Sú gerð sem SHS fá er af T-ET gerð en þær gerðir sem hafa stafina ET eru viðurkenndar samkvæmt ET staðli (Emergency Team)rEN943 II en það eru m.a. gerðirnar HPS, VPS, Super og TLU. Helsti munur er þ.e. ef búningur með stígvél þá eru stígvélin úr svörtu nítríl gúmmíi (slökkviliðsmannastígvél) í stað gulra PVC stígvéla. Viton húðaður rennilás með tennur sem snúa inn. Í þeim búningum sem reykköfunartæki eru borin inni í búniningum (TE) er sérstök vörn í kringum tækin svo búningurinn verði ekki fyrir skemmdum.

Benedikt Einar Gunnarsson