Allar þessar þjár bifreiðar eru mjög svo svipaðar þannig að kalla má þetta raðsmíði.
Þær eru á Renault 420.19 undirvagni 4x4 og með tvöföldu áhafnarhúsi. Þær nefnast TLF 4000/200 þ.e. 4.000 l. vatnstankur og 200 l.
froðutankur. Í bifreiðunum er há og lágþrýst Ruberg brunadæla úr bronzi sem afkastar 4.000 l/mín á
lágþrýstingi og 340 l/mín á háþrýsting 40 til 48 bar. Hægt er að skoða frekari upplýsingar um bifreiðarnar með
að smella á heiti sveitarfélaga hér á eftir Ísafjarðarbær -
Fjarðabyggð - Ölfus
Renault Midlum. Verð frá 11,5 milljónum án VSK.
Gífurlegur áhugi hefur verið á bifreiðum frá Wawrzaszek enda er verð og gæði með ólíkindum. Við höfum
nú selt alls 5 bifreiðar frá þeim og þær tvær fyrstu sem komu til Brunavarna Árnessýslu og eru á Laugarvatni og í Reykholti hafa
reynst í alla staði mjög vel.Kaup þeirra voru gerð í framhaldi af skoðun á kaupum á notuðum slökkvibifreiðum, smíði
úr notuðu undirvögnum eða tankbifreiðum en vegna hagstæðs verðs, tækni og gæða urðu nýjar bifreiðar fyrir valinu. þetta voru
bifreiða með einföldu ökumannshúsi á undirvagni af Renault gerð 420.19 4x4 þ.e. samskonar og við höfum nú selt til annarra
sveitarfélaga. Þessar bifreiðar nefnast TLF6000/200 eða eru með 6.000 l. vatnstank og 200 l. froðutank. Dæla sú sama (Ruberg) eða 4.000 l/mín
þ.e. öflugustu slökkvidælur sem eru í bifreiðum hérlendis. Þessar bifreiðar kostuðu um 13,4 milljónir án VSK í mars
síðastiðnum.
Slökkvibifreiðar Brunavarna Árnssýslu.
Verð kr. 13.4 milljónir án VSK mars 2005
|
Upplýsingar um verð þeirra bifreiða sem seldar hafa verið koma fram í samþykktum sveitarstjórna eða á heimasíðu okkar. Þau eru
einstök og m.a. þess vegna sýna sveitarstjórnarmenn þessum málum mikinn áhuga því nú má eignast nýja
slökkvibifreið fyrir brot af því sem áður var möguleiki og nú er kostur á að kaupa til framtíðar. Ekki gamalt notað og úr
sér gengið heldur nýtt og af þeirri gerð og stærð að hugsað er til framtíðar.
Margar gerðir og stærðir eru fáanlegar en við höfum lagt áherslu á ákveðnar gerðir og
undirvagna. Allt í samræmi við óskir slökkviliða og þekkingu okkar eftir öll okkar ár í þjónustu við slökkviliðin
í landinu en það losar 31 ár. Wawrzasek hefur tekið óskum okkar vel um breytingar og smíði í samræmi við við kröfur og menningu
slökkviliða hérlendis og má segja að hér sé enn á ferðinni íslenskt hugvit þó smíði fari fram erlendis.
Það á við í mörgum tilfellum.
Hér koma svo teikningar af ýmsum gerðum slökkvibifreiða.
TLF6000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.100mm. Einfalt ökumannshús 6.000
l. vatnstankur. 5 skápar.
TLF4000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.100mm. Tvöfalt
ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.
TLF4000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.100mm. Tvöfalt ökumannshús
4.000 l. vatnstankur. 5 skápar.
TLF3000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.500mm. Tvöfalt ökumannshús
3.000 l. vatnstankur. 7 skápar.
TLF5000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.500mm. Tvöfalt ökumannshús
5.000 l. vatnstankur. 5 skápar.
Vekjum athygli á að teikningar þessar eru eign Wawrzaszek og öll eftirprentun eða eftiröpun óleyfileg.
Leitið upplýsinga. Fáið okkur í heimsókn til skrafs og ráðagerða. Við erum fljótir til og getum komið
með verðtilboð með mjög svo skömmum fyrirvara.