ELDVARNIR FYRIR FÉLAGSMENN Í BÆNDASAMTÖKUNUM

Eldvarnir á heimilum og í landbúnaði - hentugur búnaður miðað við stærð og gerð húsnæðis og véla

 

Slökkvibúnaður

  • Íbúðarhúsnæði: 6 kg léttvatns- eða 6 kg duftslökkvitæki. Staðsett við helstu útgöngudyr. Slökkvitæki eiga að vera sýnileg og aðgengileg þegar gengið er um íbúðina svo að allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau. Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi.
  • Gripa- og útihús: 6 kg duftslökkvitæki. Staðsett samkvæmt samþykktum teikningum. Miðað er við eitt tæki á hverja 100 fermetra.
  • Vélaskemma: 5 kg kolsýruslökkvitæki og 6 kg duftslökkvitæki. Staðsett samkvæmt samþykktum teikningum. Miðað er við eitt tæki á hverja 100 fermetra.
  • Dráttarvél: 2 kg duftslökkvitæki. Staðsett þar sem auðvelt er að nálgast það.
  • Þreskivél/baggavél: 2 kg duftslökkvitæki. Staðsett þar sem auðvelt er að nálgast það.
  • Vegna gróðurelda: Sinuklöppur og nornakústar.

Slökkvitæki þarf að yfirfara og endurnýja reglulega samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

 

Viðvörunarbúnaður

  • Íbúðarhúsnæði: Samtengdir eða stakir reykskynjarar. Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum, ekki síst þar sem raf- og snjalltæki eru notuð og hlaðin. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu. Gott er að hafa hitaskynjara í votrýmum og bílskúr.
  • Gripa- og útihús: Samtengdir eða stakir reykskynjarar. Gott er að hafa hitaskynjara í votrýmum. Miðað er við einn skynjara á hverja 80 fermetra.
  • Vélageymsla: Samtengdir eða stakir reykskynjarar. Miðað er við einn skynjara á hverja 80 fermetra.

Í gripa- og útihúsum sem eru stærri en 1.000 fermetrar er mælt með reyksogskerfi.

 

Ef einn samtengdur reykskynjari fer í gang fara þeir allir í gang. Gott getur því verið að hafa samtengda skynjara bæði í íbúðarhúsnæði og útihúsum. Þar sem þráðlaust net er fyrir hendi er hægt að tengja skynjarana í síma heimilisfólks í gegnum app.

 

Prófa þarf reykskynjara að minnsta kosti árlega. Algengast er að rafhlöður í nýjum reykskynjurum endist í fimm til tíu ár en skipta þarf árlega um rafhlöðu í skynjurum með 9 v rafhlöðu. Endurnýja skal reykskynjara á tíu ára fresti.

 

Nánari upplýsingar um eldvarnir

Eldvarnir heimila: Eldvarnir heimilisins – Eldvarnabandalagið (eldvarnabandalagid.is)

Eldvarnir í landbúnaði: vinnuverndarheftir_lokautgafa_web.pdf (bondi.is)