Frá Cepco Tool Company bjóðum við margs konar stoðir, stuðningsfætur, tjakka, keðjur, bönd, króka og hausa til notkunar
við að tryggja og skorða af t.d. bifreiðar eftir ákeyrslu eða útafkeyrslu. Eins til að tryggja vinnu við önnur björgunarstörf,
rústabjörgun eða þess háttar björgunarstörf. |
|
Myndir og upplýsingar má sækja inn á heimasíðu www.res-q-jack.com en eins getum við sent ykkur
upplýsingar á CD diski til frekari skoðunar. |
|
Mismunandi sett af stoðum er hægt að fá sem eru þá með mismunandi fjölda af stoðum. Vinsælast er sett með
þremur stoðum. Eins sett með tjakki og þremur stoðum. Mismunandi gerðir endahausa (með 45°fleti, 90°vinkil, U laga og með brodda). Keðjur og
krókbúnaður. Kerfið er byggt upp á mjög svo einfaldan hátt. Stoðir stilltar og festar með meðfylgjandi beltum, strekkjarabeltum, hausum, keðjum,
krókum eða mismunandi krækjum. Þol stoðanna er 6,4 tonn (óútdregnar) en útdregnar 4,3 tonn sem er meira þol en aðrar stoðir hafa á
markaðnum. Hver stoð er um 107 sm + 107 sm. og vegur hver stoð ásamt fylgibúnaði 14 kg. Tjakkur þolir um 2 tonn í 180 sm. hæð og hann vegur með
tilheyrandi búnaði 23 kg. Tjakkurinn hefur mjög fínar hreyfingar og hægt að stilla mjög nákvæmlega. |
|
Öll slökkvilið landsins vantar búnað sem þennan og erum við því með á lager nokkur sett af
þeim gerðum sem framleiðandi mælti sérstaklega með. |
Helstu gerðir eru upptaldar hér á eftir.
J3-3AS sett með þremur stoðum ásamt mismunandi hausum. Tvö belti á hverri stoð ásamt strekkjarabelti. |
|
RJ3-2AS1JS sett með þremur stoðum og einum tjakki ásamt mismunandi hausum. Tvö belti á hverri stoð ásamt strekkjarabelti.
Framlengingar 46, 91, 61 sm. langar. Ætlaðar fyrir tjakkinn. |
|
SLING8 er keðja sem er 43 hlekkir 5/16 um 120 sm. á lengd með 10 sm. króki. Á hinum endanum eru fjórar mismunandi gerðir af
krækjum. |
|
CLUSTER er sett af þremur mismunandi krækjum eins og eru í SLING8. |
|
Eins eru fáanleg sett með fjórum stoðum og tveggja stoða sett. |
|
|
Með settunum fylgir bæklingur á ensku með skýringarmyndum sem sýna ýmsa fylgihluti og svo hvernig nota eigi búnaðinn vð
björgunarstörf. Eins eru mjög góðar myndir á heimasíðu. |
Mikið af aukabúnaði er fáanlegur eins og styttri stoð sem er 61 + 61 sm. að lengd (RJ3-SAS), hurðatjakkur (61 til 152 sm.) milli
hurðastafa (RJ3-RAM) 2ja tonna átak, tjakkur (RJ3-JACK), RJ-3 framlengingar, belti, strekkjarabelti, krækjur, krókar, keðjur (CAIN8016). Krókar á keðju til
festingar við botnplötu (CSTRAP), fleinar til að reka í jörðina (STAKE 1 og 2), festingar fyrir t.d. viðarstoðir (W1BASE og W1COMBO) ofl. ofl. |
|
RJ3-JACK
|
RSTRAP15W Strekkiband
fylgir með hverri stoð
|
RJ3-SAS Styttri
stoð
|
RJ3-RAM
Hurðastafatjakkur
|
CHAIN8016
Keðja
|
STAKE 1 og 2 Fleinar í jörð
|
CSTRAP Festing við
botnplötur
|
CJ3-CRGEND
Algengur endi
|
CJ3-ARGEND
Algengur endi
|
CJ3-FPEND Endi
|
CJ3-CEND Endi
|
CJ3-AEND Endi
|
CJ3-RPEND Endi
|
CJ3-ARGEND Endi
|
CJ3-FPLATE Endi
|
CJ3-SEND Endi
|
RJ3-TPOD Endi
|
RJ3-LOADPAD
Undirstöðuplata
|
J-HOOKS
Krókar 8-15
|
T-HOOKS Krækjur
|
T-HOOKS Krækjur
með lykkju
|
RJ3 Framlengingar
|
Undirstaða
|
Pinnar
|
|
|