- 123 stk.
- 18.10.2007
Í september fór nokkuð stór hópur til Wawrzaszek í Póllandi til að leggja lokahönd á útfærslu og búnð í þeim bifreiðum og gámum sem er væntanlegt til landsins. Því miður erum við á eftir áætlun en vð það er ekki ráðið þar sem undirvagnsframleiðendur standa ekki við uppgefna afhendingartíma en nú fer a styttast í fyrstu bifreiðina. Miklar breytingar hafa átt sér stað í verksmiðjunni. Mikil sala er og augsjáanlegt að breytingar hafa verið gerðar til að mæta aukinni vinnu á næstunni.
Unnið var við smíði á nokkrum bifreiðum m.a. bifreiðum til Noregs, Svíþjóðar og Litháen en þessar bifreiðar vöktu áhuga okkar sérstaklega þar sem þær voru í líkingu við þær bifreiðar sem við höfum verið að fá.