Flugmálastjórn afhentar nýjar Rosenbauer slökkvibifreiðar

Flugmálastjórn afhentar nýjar Rosenbauer flugvallaslökkvibifreiðar

 
 

Í september afhentum við Flugmálastjórn 2 nýjar Rosenbauer slökkvibifreiðar. Önnur er staðsett á flugvellinum á Akureyri og hin á Reykjavíkurflugvelli.


Við viljum nota tækifærið og óska forráðamönnum Flugmálastjórnar til hamingju með þetta lofsverða framtak, og framsýna stefnu við endurnýjun slökkvibifreiða og öryggistækja á flugvöllum landsins.



Fyrir utan slökkvistöðina á Flugvellinum á Akureyri

Flotinn á Akureyri

Um er að ræða sérbyggðar flugvallaslökkvibifreiðar af fullkomnustu gerð byggðar samkvæmt kröfum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO). Með tilkomu þessara nýju bifreiða eykst öryggi flugvalla mikið ekki aðeins í Reykjavík og Akureyri því nýju bílarnir leysa af hólmi eldri bíla sem verða yfirfarnir og lagfærðir og síðan sendir á minni flugvelli þar sem kröfur eru minni.
Nánari tæknilýsing er hér neðar á síðunni.



Fyrri bifreiðin var afhent með viðhöfn á Akureyrarflugvelli að viðstöddum fjölda gesta. Þar voru m.a. liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar, bæjarstórinn á Akureyri, bæjarfulltrúar, sveitastjórnarmenn frá nágrannabyggðalögum, starfsmenn Flugmálastjórnar með Hauk Hauksson varaflugmálastjóra í broddi fylkingar ásamt fleiri góðum gestum.

                    

Gamla og nýja bifreiðin

Lyklarnir afhentir



Að lokinni formlegri  afhendingu þar sem lyklar gengu manna á milli, var bifreiðin sýnd og gestir þáðu léttar veitingar. Gestir voru sammála um að nýja bifreiðin væri mun öflugri en sú gamla og að þetta væri mikið framfaraspor.
 

Slökkvilið Akureyrar sér um rekstur slökkviliðsins á Akureyrarflugvelli samkvæmt samningi milli Flugmálastjórnar og Akureyrarbæjar. Þar er ákvæði um samnýtingu tækja og því nýtist bifreiðin einnig á þjónustusvæði slökkviliðsins.

Rætt um slökkvibifreiðar ??????

Ný slökkvibifreið á Reykjavíkurflugvelli

 

Viku seinna afhentum við Flugmálastjórn seinni bifreiðina í Reykjavík. Athöfnin fór fram í flugskýli Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli og eins og á Akureyri var fjöldi manns viðstaddur m.a. samgönguráðherra, flugmálastjóri, varaflugmálastjóri, starfsmenn Flugmálastjórnar, liðsmenn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og fleiri. Við afhendingu lykla sem enduðu í höndum Birgis Finnssonar forstöðumanns útkallsdeildar SHS flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarp og óskaði Flugmálastjórn til hamingju með nýju slökkvibifreiðarnar. Fleiri stigu í pontu og má þar nefna Þorgeir Pálsson flugmálastjóra, Benedikt E. Gunnarsson frá Ólafi Gíslasyni hf og Birgir Finnsson frá SHS. Líkt og á Akureyri þá hefur Flugmálastjórn gert þjónustusamning við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins um rekstur slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar. Í samningnum eru ákvæði um samnýtingu tækja þannig að útkallsstyrkur vegna hættuástands á flugvellinum er stóraukinn frá því sem var og einnig nýtast tæki Flugmálastjórnar vegna hættuástands á þjónustusvæði SHS.

Benedikt E. Gunnarsson ávarpaði gesti og afhenti lyklana


Sturla Böðvarsson samgönguráðherra óskaði Flugmálastjórn til hamingju


Við óskum Flugmálastjórn til hamingju með nýju slökkvibifreiðarnar.

Og svo var sprautað og sprautað

Og sprautað og sprautað og sprautaðBifreiðarnar eru árgerð 2001 af gerðinni MAN / ROSENBAUER gerð 19.414 FAK45 4x4 með 410 hestafla vél. Fjórhjóladrifnar með sídrifi, driflæsingu framan og aftan, ABS hemlum, einföldu ökumannshúsi með rými fyrir 2 menn þar af 1 í stól með reykköfunartækjum.

Undirvagninn er frá MAN en byggt var yfir bílana hjá ROSENBAUER í Flekkefjörð í Noregi. ROSENBAUER sem er mjög þekktur framleiðandi á slökkvibifreiðum og búnaði fyrir slökkvilið er með höfuðstöðvar í Austurríki og verksmiðjur um allan heim. Nú eru 20 slökkvibifreiðar frá Rosenbauer í notkun hér á landi. Dælu og þakstút er fjarstýrt frá ökumannshúsi sem gerir það að verkum að við slökkvistarf þarf einungis 2 menn.

og sprautað og sprautað og sprautaðÍ yfirbyggingu sem er smíðuð úr áli og plasti er 6.100 lítra vatnstankur og 610 l. froðutankur, Rosenbauer N30 brunadæla með afköst 3.000 l. við 10 bar og 3. Mtr. soghæð. Á þaki er ROSENBAUER RM25E fjarstýrður úðastútur sambyggður fyrir froðu/vatn sem afkastar 2500 ltr. af vatni á mínútu. Úttök á dælunni eru: 1 til vatnsbyssu á þaki, 1 beint á slöngukefli með 50 mtr slöngu og úðastút. 2 úttök með sjálfvirkum lokum sem opna fyrir vatn þegar slanga er dregin út en þessi búnaður sparar bæði tíma og mannskap. Froðublandari með stillanlegri blöndun er sambyggður dælunni. UNIPOWER 6KW 220 Volta rafall er beintengdur við vél bifreiðanna. Einnig er í bifreiðunum: loftknúið ljósamastur, miðstöð sem heldur hita í skápum ásamt hitaelementi í vatnstank.

Ýmsar innréttingar og búnaður er í bifreiðunum eins og reykköfunarstóll í farþegasæti, HOLMATRO vökvaknúinn björgunarbúnaður, WIMUTEC björgunarsagir, RAMFAN reykblásari, slöngurekkar fyrir GUARDSMAN (ARMTEX) 42mm. 3" og 4" slöngur, hillur, verkfæraveggir, útdraganlegar festingar fyrir reykköfunartæki og kúta, NOR 10m. brunastigi, sogbarkar, ROSENBAUER Úðastútar, FLEXI Vinnupallastigi, TOTAL froðustútur, sjúkrabörur, fyrstu hjálpar töskur, súrefnisgjafarbúnað, JOCKEL slökkvitæki, 135 kg duftkúla ýmis konar handverkfæri ofl. ofl.

Bygging þessara bifreiða er hluti af samningi sem gerður var við okkur eftir útboð sem Flugmálastjórn og Ríkiskaup stóðu fyrir á síðasta ári um smíði á fjórum sérbyggðum flugvalla slökkvibifreiðum. Ólafur Gíslason & Co hf / Eldvarnamiðstöðin í samvinnu við Rosenbauer a/s í Noregi voru með hagstæðasta tilboðið. Seinni 2 bifreiðarnar koma væntanlega til landsins á næsta og þar næsta ári.

Efst á síðu