Kynning á hitamyndavélum

Í gær fór fram kynning á hitamyndavélum, hugtökum og notkun með áherslu á Evolution 5200 hitamyndavélina sem er væntanleg á markaðinn nú innan mjög svo skamms frá MSA. Þessar vélar eru einstaklega vandaðar, meðfærilegar og öruggar í notkun. Fyrir ekki alllöngu kynntum við Evolution 5000 vélina og bendum við ykkur sem áhuga hafa á að lesa frétt þar um

Tæknin er löngu þekkt eða yfir 40 ára gömul og nýtist nú slökkviliðum til lífbjörgunar, björgun félaga, flýtir leit, eykur öryggi við leit og gerir allt björgunarstarf öruggara og styttir slökkvistarf. Glóðabruni finnst fyrr, hitamyndun kemur fram, leit að hitauppsprettu utanfrá og öruggari innkoma. Hitamæling, eykst eða minnkar hitinn.

En í gær komu hingað til lands fulltrúar frá MSA Nordic Par Skogland og Ola Jonsson og kynntu þeir vélarnar ásamt ýmsum öðrum áhugaverðum búnaði frá MSA eins og MSA Gallet hjálma, MSA AirMaXX reykköfunartæki, Firefly II reykkafaraviðvaranir ofl. Ný gerð af Gallet hjálmi kemur á markað í desember og fékk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins eitt eintak til prófunar og eiga að skila ásamt umsögn.

Það er aðeins eitt slökkvilið í landinu sem notar hitamyndavél en þessi tækni er að ryðja sér til rúms um allan heim og eru seldar um 100 vélar í Svíþjóð en MSA vélin á þar 95% markaðsins.  Evolution 5000 vélin var mjög svo fullkomin en nú kemur á markað Evolution 5200 vél sem hefur marga eiginleika fram yfir hina. Má þar nefna að nýr hitanemi er í vélinni sem breytir hitasviði en þau eru tvö svo auka megi nákvæmni myndar, meiri hita vörn og nýir fylgihlutir eins og sólskyggin og festisnúra svo sá sem er með vélina geti notað báðar hendur. Vélarnar eru vatnsvarðar (IP67), fljóta á vatni,  höggþolnar, þola að falla úr 2ja m. hæð. Þær fylgja þeim stöðlum sem mögulegt er þ.e. sitt lítið úr NFPA og EN en það er ekki til neinn sérstakur staðall yfir slíkar vélar. Sjá bækling um kosti vélarinnar.

MSA Evolution 5000

Véin er létt aðeins um 1, 2kg. og mjög handhæg vegna lögunar (byggingarlags) en það er m.a. hugsað til þess að auðvelt sé að rétta vélina félaga. Skjár er 90mm svo fleiri en einn geti séð á skjáinn í einu. Mjög stöðug mynd 30Hz rammi. Margir möguleikar á að halda á eða festa við sig. 2ja klst. rafhlöður. Hleðslutæki (Lithium hleðslurafhlöður) Hitastigsaflestur bæði í tölum og á kvarða ofl. Sýnir hita í lit eftir ákveðnum forsendum en flestar vélar sýna hitauppsprettu í svart hvítu. Hitaviðvörun. Enginn biðtími eftir að kveikt er á vélinni. Með vélinni verður hægt að fá vídeó upptökubúnað sem hefur 2 klst. upptökutíma eða þráðlausa eða með þræði sendingu í skjá.

MSA Evolution

Aðeins einn takki, námskeið í notkun, ekkert viðhald annað en að hlaða rafhlöðu, þjónustumiðstöð í Berlín.

Í stuttu máli lang fullkomnasta vélin á markaðnum.

Leitið upplýsinga hjá okkur