Rosenbauer reykblásari í jarðgöng

Fyrir stuttu síðan eða í október síðastliðnum var framkvæmd áhugaverð tilraun af norsku vegagerðinni í tveimur veggöngum í Noregi. Skoða átti hversu stuttan tíma reyklosun tæki.
Göngin voru tvö Gåsehellergöngin sem eru 1.340 m. löng og Austadgöngin sem eru 1.040 m löng. Þversnið beggja ganga er 8,5m.

Eftirfarandi má lesa á heimasíðu Egenes AS.

Í samvinnu við norsku vegagerðina og slökkvilið staðanna voru gerðar tvær mjög svo velheppnaðar æfingar með eld í veggöngum. Í Sirdal og í Flekkefjörð.

Við eldsvoða í göngum er loftræsting mjög mikilvæg: Hreinsa þarf göngin af hættulegum reyk sem í göngunum er, tryggja örugga aðkomu slökkviliðs til slökkvistarfa og draga úr hitaáhrifum vegna brunans. Rosenbauers gangaviftan stóð sig mjög vel í að tryggja þetta.

Blásarinn snéri vindáttinni til að tryggja aðkomu slökkviliðsins réttu megin í göngin. Með blásaranum dró úr hitaáhrifum frá brunanum og spilaði vatnsúðinn þar stóran þátt. Með blásaranum tókst að reykræsta göngin á tiltölulega skömmum tíma.

Við æfinguna var notaður minnsti Rosenbauer gangablásarinn, Fanergy XL35, sem er áfestur á venjulega kerru og þyngdin er aðeins um 950 kg. Auðvelt var að koma blásaranum við gangamunnan þannig að sem besti árangur næðist. Hægt er að draga blásarann á áfangastað á minni bílum sem auðveldar aðkomu og flýtir hugsanlega fyrir í byrjun slökkvistarfs.


Rosenbauer RMV 1000 Gangareykblásarinn er á kerru sem setja má aftan í sendibíl. Blásarinn er útbúinn með vatnsúðakerfi fyrir kælingu og til slökkvistarfa.

Blásarinn er 8 blaða vifta á öxli og þvermálið er 900mm. Aflið kemur frá BMW 68 hestafla bensínvél af sömu gerð og er í Fox lausu brunadælunni sem margir þekkja.

Tæknilegar upplýsingar:
- Öxul snúningsorka 1000 N
- Vindhraði 41,6 m/s (150 km/t)
- Rúmtak 80.000 m3/klst gegnum blásarann, ásamt uppsogsmöguleikum upp til 400.000
  m3/klst
- Vatnsúði með 12 dísum sem afkasta 150 l/mín við 10 bar
- Viftan er á kerru með venjulegu 50mm kúlutengi
- Eiginþyngd um 900 kg.

Allar frekari upplýsingar um tilraunina og búnaðinn má lesa um á heimasíðu Egenes AS. Þar er síða sem leiðir áfram á umsagnir blaða og eins nánari upplýsingar um viftubúnaðinn.

Ef þið farið inn á Egenes AS síðuna hafið þá eftirfarandi upplýsingar til hliðsjónar en hér kemur fram í hverju var kveikt, hvar og við hvaða aðstæður. Lýsing á hvað gerðist, hvernig eldurinn og reykurinn hagaði sér. Eftirfarandi á við Austad göngin (styttri göngin).

The fire came from 4 oil barrels with rubber tires set on fire app 390 m from the tunnel opening.
The tunnel length is 1040 meters
The tunnel walls are ruff stone walls
The opening is a 13 meters wide and narrows down to a standard two line tunnel app. 9 meter wide
The height was 6,3 meters
The fan was placed 18 meters from the tunnel opening

As you can see there is heavy black smoke coming out from the tunnel as we start the fan.

The pictures are taken with app. 5 sec. intervals, the smoke first comet at us, but the turns and pushes it through the tunnel.

Fire started at 10.33
The ventilator was started 1.42
The smoke was moved past the fire at 10.55
The smoke came out of the tunnel in the other end at 11.04.

The fire men where located at the fire and explained that the flame had a drag against the fan, shortly after the ventilator was started it stood straight up, and the moved to the other side of tunnel. The wind cooled down the heat, especially as we attached the water mist. They where impressed.

Í Brannmannen nr. 6 -2010 er opna sem við leyfum okkur að birta hér til fróðleiks.


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....