Svona fara sumir Svíar að

Í síðasta tímariti Siren Nr. 5 er fróðleg grein um slökkvi- og björgunarlið í Lofsdalen í Svíþjóð. Bærinn er í örum vexti og þörfin fyrir breytingar var brýn.
Í greininni kemur fram að það var byggð björgunarstöð og lið stofnað með fimm menn og eina konu.


Bifreiðin sem þeir eru með er Renault Mascott byggður af  Wawrzaszek í Póllandi. Hann er útbúinn með háþrýstislöngu og 1.000 l. vatnstank ásamt 100 l. froðutank. Í greininni segir að hann sé með slökkvibúnað sem skili 250 bara þrýstingi. Okkur grunar að þetta eigi að vera 250 l/mín við kannski 40 bar þ.e. Ruberg dæla. Spil að framan og bifreiðin tekur fimm manns.



Að auki eru þeir útbúnir með Holmatro björgunarklippur og auðvita Core búnað þar á eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.



Myndir og grein eru teknar úr Sirenen. Sirenen er blað sem við erum áskrifendur að og það eru eflaust fleiri hérlendis en þetta er mjög fróðlegt blað sem er eins og allt bendir til sænskt og fjallar um margvísleg málefni varðandi björgun og brunavarnir.