WISS bifreiðar fyrir dönsku almannavarnirnar

Fyrir stuttu voru byggðar fjórar almannavarnarbifreiðar fyrir dönsku Almannavarnirnar hjá ISS-Wawrzaszek í Póllandi. Þær eru um margt mjög sérstakar en þær eru byggðar eftir hugmyndum  kaupanda. Bifreiðarnar hafa vakið mikla athygli fyrir ýmsar útfærslur og lausnir. Hér er bifreiðin í verksmiðjunni þar sem yfirbyggingin er gerð
Undirvagn er af MB Actros gerð MPH 3346 A 6x6 og áhafanarhús er fyrir 2 + 2 + 4. Tvær Ruberg brunadælur eru í hverri bifreið og eru þær hvor um sig sjálfstæðar og hvor með sjálfstætt vökvadrif.

Afkastagetan er 4.000 l/mín við 10 bar og 3ja. m. soghæð og háþrýstidælan skilar 400 l/mín við 40 bar.



Vatnstankur tekur 3.600 l. og froðutankur 400 l. Vatnstankur er upphitaður með 2 x 1500W hitaelementum. Íblöndun froðu er beint inn á dælu en einnig er hægt að taka froðu beint af tanki í gegnum jektor á útaki.

Hér er verið að ljúka frágangi fyrir lokasprautun.
Á þaki er 2.500 l/mín úðabyssa. Vökvadrifinn rafall 13 kVA er í bifreiðunum. Helsti búnaður annar er 6 tonna spil, ljósamastur 4 x 1000W, tvö háþrýstikefli með 80 m. af 3/4" slöngum, GPS staðsetningartæki og bak og hliðarmyndavélar.

Dælurnar eru staðsettar ofan á vatnstanki ásamt tilheyrandi kælibúnaði fyrir vökvadrif sem er all mikið og flókið svo ekki sé annað sagt.

Hér má lesa frekar um þessar bifreiðar.