Fyrstu Holmatro rafhlöðudrifnu dælurnar afhentar


Fyrir nokkru afhentum við fyrstu Holmatro rafhlöðudrifnu vökvadælurnar af SPU16BC gerð. 3ja þrepa dælur sem eru með 1700cc forðabúr svo þetta eru dælur fyrir allar stærðir og gerðir af Holmatro klippibúnaði. Dælan vegur aðeins tæp 18 kg. Hún tengist einu tæki og hún vinnur í 70 mínútur undir  fullu álagi en annars í 140 mínútur á einni hleðslu. Vinnur við 120°C og í 1000m hæð. Hægt er að fylgjast með rafhlöðunni í notkun og eins hægt að þrýsta á hnapp og sjá stöðu. Stærðin er 530 x 252 x 388 mm.

Með hverri dælu þarf rafhlöðu BPA 36-1 ásamt hleðslutæki 220-230V fyrir 36V. Spurning er svo hvort notendur velja að vera með eina eða tvær með hverri dælu. Að auki er hægt að fá sérstaka hleðslufestingu (Docking Station) og eins sérstakar festingar til að setja í skáp bifreiðar.

Ávinningur með notkun á slíkum dælum er auðvitað enginn útblástur og þær eru hljóðlátar 67 til 75 dB. Hér er bæklingur yfir dæluna.

Holmatro SPU16BC rafhlöðudrifin dæla

Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.