ISS Renault Midlum TLF 3000/200 280 hestöfl.

Við getum nú boðið frá ISS - Wawrzaszek glæsilega og öfluga slökkvibifreið með öflugri há og láþrýstri brunadælu á ótrúlega hagstæðu verði. Trefjaplast yfirbygging á Renault MidlumÞetta er bifreið sem hentar fyrir mörg sveitar og bæjarfélög. Undirvagn getur verið frá 14 til 16 tonna og vélin 1050 Nm miðað við 1500 snúninga. Beinskiptur eða sjálfskiptur.

Svona bifreið með 3.000 l. vatnstank er fullestuð þ.e. tilbúin í útkall 14 tonn og er þá um 20 hestöfl á tonnið sem er eins og áður mjög gott.  Þá er allt með talið mannskapur og allt. Hægt er auðvita að vera með minna af vatni ef svo er óskað.


Stórt áhafnarhús á Renault MidlumMeð tvöfalt áhafnarhús fyrir allt að 6 manns jafnvel 7 manns þar af 4 í reykköfunarstólum. Skápar sjö í yfirbyggingu. Staðreyndin er sú að öll sveitarfélög eiga að vera með slökkvibifreiðar með tvöföldu áhafnarhúsi svo hægt sé að fara í útkall með þann mannskap sem sinna á því. Það eru ekki margir vinsælir í fjölskyldubílinn algallaðir með tilheyrandi lykt og sót. Eins er húsið upphitað afdrep í slökkvistarfi. Nægt pláss fyrir brunaslöngur, úðastúta, öll nauðsynleg áhöld og björgunartæki ef þau eiga að vera með.

Renault Midlum er rennileg slökkvibifreiðBrunadælan er 3.000 l/mín við 8 bar og 150 l/mín við 40 bar. Háþrýstikefli geta verið eitt eða tvö. Stór hluti stýribúnaðar við dælu er loftstýrður. Inntök 2 x 4" eða 1 x 5". Úttök geta verið 2 x 2 1/2" eða 4 x 2 1/2". Froðutankur 200 l. Fullkomið mælaborð. Dælan með kælingu um tank og er ústeypt úr bronzi þ.e. fullkomlega seltuvarin sem er kostur fyrir þá sem sækja í sjó eða þurfa að dæla úr bátum. Hægt að fylla á tank beint frá opnu. Gangráður á dælu svo skilja má bifreiðina eftir mannlausa ef þörf krefur.

Renault Midlum. Eins og sést er nóg pláss í skápumÁ þaki er stigi, barkar og jafnvel úðabyssa sem skilað getur 2.300 l/mín. Ljósamastur 2 x 1000W snúan og veltanlegt og nær 6 til 7 m. hæð. Í skápum innréttingar. Miðstöðvar að öllum skápum og í áhafnarhúsi. Talstöð og nauðsynlegar tengingar fyrir síma. Hleðslutæki fyrir rafgeyma. Rafstöð eða rafall við vél. Olíutankur er yfirleitt fluttur í grind til að auka pláss.

Vinnuljós umhverfis bifreiðina. Blá stróp ljós eða strópljósarenna. Strópljósin eru á hliðum, aftan og í grilli að framan. Ástig í alla skápa.

Leitið upplýsinga um verð. Það kemur ykkur á óvart. Þessi bifreið leysir vanda margra sem þurfa hraðskreiða og öfluga slökkvi og björgunarbifreið sem jafnt getur sinnt þeim sem nálægt búa eða þeim sem eru á endimörkum umsjónarsvæðis slökkviliðsins.