Lækkað verð á Ningbo reykskynjurum

Við lækkum verð á nokkrum gerðum reykskynjara og eins þráðlausum sendum fyrir sömu gerðir. Lækkunin er frá 5% til 10%.
Fyrir nokkru lækkuðum við verð á hitaskynjurum en lækkum nú verð á jónískum og optískum reykskynjurum. Sama á við þráðlausu sendana við þessar gerðir.

Búðarverð okkar á jónískum skynjara lækkar úr kr. 1.827 í kr. 1.660

Búðarverð okkar á optískum skynjara lækkar úr kr. 2.102 í kr. 1.896


Búðarverð okkar á þráðlausum sendum lækkar úr kr. 4.212 í kr. 3.982


Það er skynsamlegt að setja upp mismunandi gerðir reykskynjara og helst samtengda.


Jónískur

Optískur

Hita

Setjið upp jóníska, optíska og hitaskynjara á heimilinu. Helst samtengda sé þess kostur. Það eykur líkur á, að allir heyri þegar viðvörun kemur frá skynjurunum. Lokaðar dyr koma í veg fyrir, að það heyrist vel frá skynjara, sem sendir viðvörun frá sér.

Af hverju á að setja upp bæði jónískan og optískan reykskynjara. Hvaða efni eru algengust í umhverfinu (á heimilinu). Er það plast, eða gerfiefni, sem brenna upp hratt með stórum og miklum ögnum. Þá á t.d. sá jóníski mun betur við. Hann bregst fyrr við.

Ef það eru líkur á köldum reyk eða glóðarbruna t.d. í sófanum, þá bregst sá optíski fyrr við. Munið að hér skipta sekúndur máli.

Það er ekki nóg að vera með reykskynjara í ganginum eða forstofu. Þeir eiga heima inni í svefnherbergjum. Algengt er að í svefnherbergjum í dag séu sjónvörp, hljómflutningstæki, tölvur, hleðslutæki fyrir síma ofl. ofl. Oftast er sofið við lokaða hurð og byrji eldur í svefnherbergi líður of langur tími til að reykur nái skynjara á svefngangi. Börn og unglingar sofa fast.

Fyrir nokkrum árum var sett gjaldtaka á jóníska skynjara og varð þá meira framboð á optískum reykskynjurum. Um leið lækkaði verð á þeim optísku.

Margir urðu ósáttir við þessa þróun, þar sem eins og kemur fram hér að ofan, þá á jóníski reykskynjarinn fullan rétt á tilveru sinni, þar sem hann hentar betur við ákveðnar aðstæður. Sekúndur skipta máli. Eins er talað um að hann endist lengur.


Jónískur þráðlaus

Optískur þráðlaus

Hita þráðlaus


Optíski reykskynjarinn hefur í sér svart hólf með ljósdíóðu. Komi reykur inn í hólfið endurkastast ljósið í móttakara fyrir skynjun. Þetta hólf er hjarta skynjarans og mikilvægt, að því sé haldið hreinu. Það má gera með að ryksuga skynjarann varlega. Stundum er talað um, að optískir reykskynjarar séu tregir. Götin á svarta hólfinu ráða þar nokkru og reynt er að hafa stærð þeirra þannig, að ekki sé algengt að skynjari gefi frá sér ótímabæra (falska) viðvörun.

Sama á við um þann jóníska. Það þarf að ryksuga hann varlega reglulega. Sá jóníski hefur í sér opið hólf jónunarhólf með örlítið af geislavirku efni. Rafstraumur er framkallaður reglulega og þannig jónast loftið í hólfinu. Þegar reykur kemur í hólfið truflar það rafstrauminn og breytingin, sem þá verður kallar fram viðvörun.

Hitaskynjarar eru af tveimur gerðum. Önnur gerðin nemur hitabreytingu milli hvað 54°C til 64°C en hin gerðin nemur hve hratt hiti stígur á skömmum tíma um einhverjar °C. Algengari eru þeir sem fyrr eru nefndir.

Hér gefur að líta samanburð á optískum og jónískum reykskynjurum.

Við bjóðum allar gerðirnar þrjár jóníska, optíska og hitaskynjara, staka eða samtengjanlega hvort sem það er þráðlaust eða með þráðum. Eins erum við með gasskynjara og kolsýrlingsskynjara.


Gasskynjari

Kolsýrlingsskynjari


Hluta af því sem fram kemur hér höfum við tekið úr grein í Sirenen nr. 3 frá í maí í fyrra, þar sem fjallað er um skynsemina bak þess að setja upp mismunandi gerðir reykskynjara og helst samtengda.


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....