Lækkað verð á Saval slönguhjólum og nýjir skápar

Við höfum fengið verulega lækkun á verði Saval brunaslönguhjóla, sem var mjög kærkomin. Einnig hafa þeir hafið framleiðslu á nýjum skápum sem eru 800x800mm. að stærð en eins og viðskipavinir okkar vita þá voru skápar frá þeim nokkuð klossaðir.
Um miðja næstu viku verða verðlistar tilbúnir og fyrsta sendingin af nýjum hjólum og skápum verður hér í þriðju viku október.




Hjólin eru nánast óbreytt, en eins og áður sagði er komin nýr skápur, sem er 800x800mm.

Við höfum um þrjátíu ára skeið flutt inn og selt Saval brunaslönguhjól og gerðum nafnið kunnugt hérlendis, en á þeim tíma, sem við byrjuðum sölu var nánast aðeins ein gerð allsráðandi hér á markaði.

Saval var vel tekið enda vönduð hjól og það, sem gerði þau sérstök var, hve þunn þau eru og það eru þau enn þann dag í dag.









Við gerum ráð fyrir að vera líka með Saval Mini hjólið sem er með 20 m. 1/2" slöngu.

Verðlækkunin er allveruleg eða um 25% á hjólum og um 30% á skápum.

Þetta gerir Saval brunaslönguhjólin og Saval brunaslönguhjólin í skáp mjög svo samkeppnisfær á ný sem við fögnum.











Upplýsingar um hjólin á síðu okkar eru ekki þær allra nýjustu svo við sendum ykkur á þá bæklinga sem koma hér fram í fréttinni. Smellið á myndirnar á hjólunum og þá koma upp frekari upplýsingar.





.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....