Margur er knár þótt hann sé smár

Við komum að ýmsu og m.a. var eitt verkefnið að finna hæfilega stóra úðabyssu sem nota á við vökvun snjóflóðavarnargarða á Siglufirði.
Í verkefnið völdum við 605 úðabyssu úr bronsi frá Protek sem er með 1 1/2" úttaki fyrir stút og 2" inntaki. BSP gengjur. Byssan er stillanleg um 150°og snúanleg um 360° og festanleg. Einföld létt og meðfærileg. Flæðir 1.900 l/mín.



Á byssuna verður settur bunustútur með skiptanlegum endum og sá minnsti 1". Alvöru Hale dæla fæðir stútinn en hún skilar 500 gal. Á stútinn verður líka notaður  Multifire V16  úðastútur  með  bunu og úða.  Svo er bara að vona að gróðurinn  taki við sér. Þyngd 9 kg. Stærð 30 x 46 x 21 sm.


Hér eru upplýsingar um byssuna.