Nýjar gerðir af Jockel slökkvitækjum

Við vekjum athygli á tveimur nýjum gerðum af Jockel slökkvitækjum, sem við öfluðum okkur upplýsinga um á Rauða hananum. Nú er það spurning hvort einhver eftirspurn er eftir slíkum tækjum hér.
Hér er um að ræða tvær gerðir slökkvitækja.

Önnur gerðin F 2ja l. er fyrir heimili og er á A , B og F elda sem eru feitis og olíueldar. A er táknið fyrir timbur og pappir, B fyrir eldfima vökva en F-ið eru feitis og olíueldar. Þessi F tæki eru líka fáanleg í stærðunum 3ja l. og 6 l. og eru þá ætluð í t.d. veitingaeldhús. Sem dæmi má nefna að 2ja l. tækið hefur slökkvigetu 5A, 34B og 40F og 6 l. tækið 13A, 113B og 75F. Þessi tæki þola allt að -30°C.

Hin gerðin GEL er á plastefni og ýmsan iðnaðarúrgang og er því aðallega hugsað fyrir plastiðnað, sorp og endurvinnsluiðnað. Þau tæki eru 6 l. og 9 l. Efnið er kannski ekki ósvipað léttvatni og kælir og myndar teppi yfir brennanlega hluti. Líka notað til að fyrirbyggja bruna með því að úða yfir brennanlegt svæði.





Brot af úrvali Jockel slökkvitækja. Krómuð, koparhúðuð, allar gerðir.


Krómuð og stáluð. Hér eru krómuð kolsýrutæki. Allt til í dag.


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....