18.03.2007
Nú í mars var haldið námskeið fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja á vegum Brunamálastofnunar en tveir starfsmanna okkar
sóttu það námskeið og verða því fimm starfandi réttindamenn i slökkvitækjaþjónustu okkar ef að líkum
lætur. Á námskeiðinu kom upp fyrirspurn um merkingar þeirra slökkvitækja sem flutt eru til landsins. Spurt var hvort það væri ekki
nauðsynlegt að upplýsingar um slökkvimátt kæmu fram á leiðbeiningarmiðum slökkvitækja. Svarið var að það
væri ekki nauðsynlegt. Þetta þótti okkur einkennilegt.
Við gerðum því fyrirspurn til Stofnunarinnar og hefur svar borist og það er í samræmi við þekkingu okkar sem fyrir var og þjónustu
og innflutning okkar á slökkvitækjum en tæki okkar eru samkvæmt kröfum CE merkt og fylgja EN3-7 staðlinum eins vera skal.
Í svari Stofnunarinnar kom fram að það er krafa krafa samkvæmt. gr. 165.1 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 um að fylgja EN3
staðinum þar sem þetta kemur fram og tækin eiga að vera CE merkt. Einnig að samkvæmt EN 3-7staðlinum grein 16.2 eiga að koma fram upplýsingar
um slökkvimátt þ.e. hversu margar einingar af A og B tekið hefur og svo hvort það nái C flokkun. Það á einnig að koma fram magn og
gerð slökkvimiðils sem á tækinu er.
Það hlýtur það að vera nauðsynlegt að upplýsingar um gerð slökkviefnis og mátt liggi fyrir í leiðbeiningum á
slökkvitæki. Sú ástundum m.a. þjónustustöðva að setja miða merkta sér á slökkvitæki sem eru eingöngu
með almennar upplýsingar um notkun tækisins en ekki upplýsingar um slökkvimátt eða slökkviefni þ.e. þá gerð sem
er á tækinu gerir þeim sem þjónusta eiga erfitt fyrir svo ekki sé talað um þann sem á tækið og hefur valið
það með tilliti til krafna sem gerðar eru til slökkvitækja sem honum ber að hafa. Við þekkjum þetta að fenginni reynslu.
Flest allar þjónustustöðvar hafa svipaða miða þar sem fram koma dagsetningar þjónustu og tilheyrandi upplýsingar og óþarft er
að líma þann miða yfir mikilvægar upplýsingar. Nóg er plássið.
Brunamálastofnun mun taka upp málið á fundi á morgun mánudag en við höfum óskað eftir að þetta verði leiðrétt og
sú leiðrétting berist hverjum námskeiðsþátttakanda.