Rosenbauer slær öllu við.

Eins og venjulega slær Rosenbauer öllu við. Á sýningunni komu þeir fram með aðeins 18 nýjungar.  Hér að neðan teljum við hluta upp en við mynduðum ekki allt en eigum bæklinga sem við erum að hluta til búnir að skanna inn. ÞAð sem ekki er nefnt hér að neða er m.a. Nýtt og nákvæmara froðublandarakerfi \"DIGOIDOS\" sem vinnur með allt að 0,1% blöndun, nýjar gerðir af froðubyssum sem eru afkastameiri en eldri gerðir en samt svipaðar að stærð, nýjan rafeinda stýribúnað á brunadælur hvort sem þær eru lausar eða í bifreiðum, hitamyndavélar, hanska, leðurstígvél, hlífðarfatnað og margt margt fleira.

 

Algjörlega ný gerð af Panther flugvallaslökkvibifreið. Ótrúlegt apparat. Þessi ber með sér 12.000 l. af vatni og 1.500 l. af froðu og er með 6.000 l. dælu og úðabyssu sem skilar 5000 l/mín. Aðra framan á sér sem skilar 1.200 l/mín. Panther flugvallaslökkvibifreið.


Panther flugvallaslökkvibifreið. Og svo hinn sem var við hliðina. Líka apparat. Þessi er með 12.500 l af vatni og 2 x 750 l. af froðu og 6.000 l/mín dælu. Úðabyssur aðra sem skilar 3.500 l/mín og hin að framan skilar sama magni.


Nýja línu í húsabrunabílum "Compact line" Þetta er að vísu ekki hún. Þær myndir eyðilögðust hjá okkur en þetta er mynd af amerísku Rosenbauer línunni. Rosenbauer amerísk slökkvibifreið


Heros Extreme ný gerð af hlífðarhjálmi sem fylgir nýjum hjálmastaðli en helsta nýungin þar er að hjálmar eru nú prófaðir við 300°C en ekki herbergishita eins og áður. Við eigum hjá okkur diska sem sýna prófun og allar upplýsingar um þessa gerð hjálma. Uppfyllir nú EN397, EN447 og EN166.

Sjá bækling

Rosenbauer Heros Extreme hlífðarhjálmar


Rosenbauer Fox III brunadæla Ný laus brunadæla af Fox gerð sem fylgir nýjum dælustaðli EN 14466 en þar er helsta breytingin að nú þarf tvo punkta á dælukúrfuna. Dælan þarf að ná 1.500 l/mín við 10 bar og 1.000 l/mín við 15 bar og 3ja m. soghæð. Rosenbauer Fox skilar 1.600 l/mín við 10 bar er með rafeindastýrðu stjórnborði og er 167 kg. tilbúin til notkunar. Hefur lést um 18 kg. og aukið afköst þar sem hún skilaði 1.600 l/mín við 8 bar. BMW vélin er einnig öflugri en hún er 68 hö í stað 56 hö áður.

Sjá bækling



Ný lína af brunadælum sem verður öflugri en þær sem eru fyrir. Hér var sýnd NH55 sem er 6.000 l/mín dæla og 400 l/mín við 40 bar. Mælaborð byggt upp á einfaldan hátt miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Rafeindastýring og allar merkingar ígreyptar. Minni um sig og hljóðlátari.

Sjá upplýsingar um Rosenbauer dælur.

Sjá bækling

Rosenbauer NH55 brunadæla í slökkvibifreið


Rosenbauer Telemaster samfellanlegur stigi Ný gerð af samfellanlegum stiga Telemaster en nokkrar gerðir voru sýndar hjá öðrum aðlilum. Viljum aðeins vekja athygli ykkar á að ekki voru allar gerðirnar viðurkenndar sem vinnustigar samkvæmt staðli EN 1147 heldur svona heimilisstigar og verðið í samræmi við það. Hámarkshæð 3,5 m. Aðeins 83 sm. á hæð í geymslu.

Sjá bækling



Nýr Ne-Pi-Ro háþrýstistútur sem að vísu kom fram fyrir sýningu. Byggður á sömu afköstum og áður eða 200 l/mín við 40 bar en útlit og byggingarlag gjörbreytt en fleiri framleiðendur komu fram með svipaðar hugmyndir. Þetta á að hvíla betur þann sem vinnur með stútinn og gera starf hans öruggara. Fæst einnig lágþrýstur 180 l/mín við 10 bar. Rosenbauer Ergo Ne Pi Ro háþrýstibyssa


Rosenbauer úðastútar. 1 1/2", 2" eða 2 1/2" Nýr úðastútur sem fylgir nýjum staðli en þar er krafist að afköst úðastútsins séu uppgefin miðað við 6 bar en ekki 7 bar eins og áður. Eins á ekki að þurfa að snúa haus stútsins meira en 100°til að færa frá bunu í úða. Sama hér allt til að auka afköst og veita meira öryggi. CEN/TC192.


Nýr yfirþrýstingsblásari með stiglausri ræsingu en þá er úr sögunni að það þurfi að slökkva á öllu áður en blásarinn sé ræstur. Fanergy E16R og skilar frá 14.900 til 30.000m3/klst. Vegur 34 kg. Rosenbauer yfirþrýstingsblásari