Storz tengjakerfi

RAUÐI HANINN 2005

Eitt það allra merkilegasta sem ég sá á sýningunni var Storz tengjakerfi sem snýr ofan af sér. Þetta eru venjuleg Storz tengi en útbúin á þann hátt að þegar slöngur eru tengdar snúnar og þrýstingi hleypt á snúa tengin ofan af sér án þess að aftengjast. Tengin má nota aftur og aftur en til að setja tengin á slöngur þarf sérstakt áhald.

 


Sjá bækling


Tengin eru til í flestum algengustu stærðum en eina stærðin sem ekki er til er 1 1/2". Minnsta þvermál er 42 mm. en þær slöngur eigum við til. Tengin eru dýrari en venjuleg Storz tengi.
Kerfið er austurrískt og ekki alveg nýtt af nálinni og þó. Hefur verið talið of dýrt en er einstaklga vinnuvænt. Við munum kynna verð á tengjum og búnaði innan skamms. Við munum koma okkur upp þessum búnaði fljótlega  og setja á þær slöngur sem við seljum með tengjum.
 
Sama fyrirtæki sýndi verkfæri Unisek sem er mjög fjölhæft verkfæri frá því að vera Storz lykill yfir í rofjárn með allt þar á milli sög, ljós, rúðubrjótur, skrúfjárn. Eina sem það gerir ekki held ég er að hella upp á kaffi. Við munum kynna þetta verkfæri innan tíðar.