Við höfum hugsað okkur að setja inn á heimasíðuna upplýsingar til þeirra aðila sem þjónusta
slökkvitæki okkar þar sem allir fá ekki dreifibréf okkar um nýjungar eða breytingar þar sem þeir eru ekki í viðskiptum við okkur
á slökkvitækljum. Þannig geta þeir aðilar fylgst með breytingum á eftirliti og þjónustu á þeim slökkvitækjum sem
við flytjum inn.
Breyting hefur orðið á nýrri gerðum mæla á Lifeco slökkvitækjunum. Skipt hefur verið um gerð og er
örmjóa gatið sem ætlað var til prófunar á fjöðrinni í mælinum nú horfið. Aftur á móti er gatið á
mælinum áfram en nú þarf að prófa mælinn með áhaldi sem gefur þrýsting á vísirinn svo hann hreyfist. Falli hann
á sama stað aftur eftir prófun er mælir í lagi. Áhaldið er lítil stimpil loftdæla sem við erum búnir að biðja
framleiðanda um að senda okkur nokkur eintök af.
Á eldri gerðum Lifeco slökkvitækja er lítið agnarsmátt gat á mæli með álímdri plasthimnu yfir.
Mælarnir eru af EBUR gerð sem er virtur þýskur framleiðandi.
Ef pinna er stungið í gatið og þrýst léttilega á færist vísir niður á við og ef
þrýstingur er eðlilegur á tækinu fer hann upp í sömu stöðu aftur. Þetta er aðferð til að yfirfara mæli og
þrýsting tækisins samtímis. Við höfum ekki rekist á aðra gerðir með þessum frábæru eiginleikum.
Á Jockel slökkvitækjum er gat á mælisskífu en ekki á gleri en þau tæki eru með sér
áfyllingarloka.
Slökkvitæki sem uppfylla IST-EN3 staðalinn eiga að hafa þennan eiginleika.
Einfalt og öruggt.