Trelleborg sýndi nokkrar gerði eiturefnafatnaðar.

RAUÐI HANINN 2005

Trelleborg sýndi nokkrar gerði eiturefnafatnaðar. Fyrir sýninguna var svokallaður Trelleborgar fundur og voru þar kynntar nýjungar bæði varðandi eiturefnabúninga og tjöld. Trelleborg er nokkuð stórt fyrirtæki sem framleiðir ýmsan varning þar á meðal dekk ofl. Trelleborg fann um tjaldið sem haldið er uppi af loftsúlum og kynnti nú algjöra nýjung þar sem súlur eru að utan. Önnur lokun milli tjalda, mun þéttari og líkja má tjaldi við stóran eiturefnabúning . Sjáið bækling.
 
Margar nýjungar voru kynntar en helst skal þar nefna að ef þið eruð í hugleiðingum að kaupa eiturefnafatnað þá er von á verulegum verðlækkunum á Light og TLU gerðum en Light gerðin hefur farið í frystihús og annan iðnað en TLU gerðin til slökkviliða. TLU gerðin er mikið breytt og er efnið í búningnum mun mýkra.

Ein nýjungin er nýr frágangur á hönskum við búning. Nú eru hanskar á hring sem er smellt á búninginn. Sjá bækling. Hægt er að breyta eldri gerðum og hér má sjá hvernig farið er að því. Við munum eiga svona búnað hjá okkur eftir sumarleyfi og ætlunin er að það komi fulltrúi frá Trelleborg eftir sumarleyfi og m.a. kenni hvernig staðið skuli að breytingum. 

Aðrar nýjungar á HPS og VPS búningum þá hefur efri hluti verið lengdur um 4 sm., klof og brjóst lagað til og yfirfelling á sokkum aukin. Eftirleiðis verða aðeins notuð nítríl gúmmístígvél við búningana ekki plaststígvél. Tveir loftlokar eru fáanlegir. Trelleborg er eini eiturefnaframleiðandinn sem hefur loftloka sem venjubundinn búnað í eiturefnabúningum sínum. Hjá öðrum þarf að greiða sérstaklega fyrir.


Hér má sjá nýju gerðina af VPS búningnum fyrir víkingasveitir og svo aðalbúninginn í dag HPS sem m.a Slökkvliðið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Suðurnesja og Slökkvilið Akureyrar hafa fengið.

 


Hér er aftur á móti VPS búningurinn og svo Splash 1000 búningur. Mörg slökkvilið geta komist af með svokallaða Splash búninga en það eru búningar sem eru ekki alveg lokaðir en hafa ákveðna efnavörn. 

 

Skoðið nánar síðuna um eiturefnabúninga.