Protek Manufacturing Company sýndu

RAUÐI HANINN 2005
Protek Manufacturing Company sýndu úðastúta, úðabyssur, froðubúnað og ýmis greinistykki og slíkt.
Protek hóf framleiðslu 1991 og framleiðir úðastúta og slíkan búnað af ýmsum gerðum fyrir þó nokkra virta aðila eins og m.a. Rosenbauer. Protek hefur ISO 9001:2000 vottun og flytur og selur úðastúta og slíkan búnað til yfir 40 landa. Nú á sýningunni komumst við að samkomulagi um bein inn kaup en við höfum hingað til keypt Protek stúta frá ýmsum öðrum birgjum. Við þetta lækkar verð verulega eða frá tæpum 30% og yfir 40%. Við viljum gera enn betur þar sem við teljum að við höfum náð hagstæðum samningum og bjóðum 15% afslátt að auki af þeim gerðum sem við keyptum inn og er væntanlegt nú um mánaðarmót. Hér eru á ferðinni mjög vandaðir úðastútar og byssur. Í mörg slökkvilið vantar almennilega úðastúta með fínan úða og eins úðabyssur (monitora) sem afkasta einhverju. Sjá upplýsingar um Protek úðastúta.  Hér á eftir sýnum við þær gerðir sem við eigum væntanlegar.
   


Gerð 300

Úr sterku léttu áli og fyrir þrýsting allt að 48 bar. Lokun um leið og sleppt er handfangi.
50-90-150 l/mín
1" Inntak
Má nota með froðutrektum og blöndurum
Varahlutasett 
   


Gerð 360

Úr sterku léttu áli og fyrir háþrýsting allt að 40 bar.
Með handfangi
19-37-90-150 l/mín
1" Inntak
Má nota með froðutrektum og blöndurum
Varahlutasett 1000

Bæklingur

   


Gerð 366

Úr sterku léttu áli
Með handfangi
115-230-360-475 l/mín
1 1/2" Inntak
Má nota með froðutrektum og blöndurum
Varahlutasett 1001
FM Viðurkenning

Bæklingur

   


Gerð 368

Úr sterku léttu áli
Með handfangi
360-475-550-750-950 l/mín
2 1/2" Inntak
Varahlutasett 1002

Bæklingur

   


Gerð 372-BC

Sérstaklega til að nota um borð í skipum og bátum
Úr kopar
Með handfangi
230, 360 eða 475 l/mín
1.5" Inntak
Varahlutasett 1001-BC

Bæklingur

   


Gerð 392

Sérstaklega fyrir afísingar flugvéla
Úr sterku léttu áli með stálkúlu og hitavörðu sæti fyrir hana. Fyrir gerð 1 og gerð 4 af afísingarvöva, Skolun
Með handfangi
50-95-150-230 l/mín
1" eða 1 1/2" Inntak
   


Gerð 600

Auðveldur í notkun. Samfellanlegir fætur með karbítoddum. Vinnur eins og handlína en mun afkastameiri. Mjög hreyfanlegur. Þyngd 7 kg. Hreyfanleiki upp og niður frá 20°til 60°. Til hliðar um 20°.
Afkastar allt að 1.900 l/mín.
2 1/2" inntak og úttak.

Bæklingur

   


Gerð 622-2

Auðveldur í notkun. Úr áli. Samfellanlegir fætur með karbítoddum. Þyngd 14,5 kg. Hreyfanleiki upp og niður frá 70°til 25° miðað við lárétt. Öryggisstöðvun við 35°. Flæðir allt að 3.800 l/mín. Sama í gegnum stút eftir útfærslu. Tvö 2 1/2" inntök og úttak 2 1/2". Fáanlegur með einu inntaki allt að 5". Vatnsgangur 3". Glyserínfylltur þrýstimælir. Ef þessi gerð er sett beint á úttak t.d. á þak slökkvibifreiðar getur hann flætt allt að 4.800 l/mín.

Bæklingur

   
Froðustútar 211 og 212 á úðastútagerðir 360, 366, 372-BC og fleiri gerðir.
   
Hér koma svo þau verð sem við getum boðið en þau eru hér án afsláttar en veittur er 15% afsláttur til viðbótar á fyrstu sendingu. Öll verð eru án VSK. 
              
Gerð Verð var Verð nú
300    kr.   29.705
360 kr.   38.350 kr.   25.995
366 kr.   38.315 kr.   26.735
368   kr.   34.165
372-BC   kr.   26.735
392   kr.   28.220
600+822   kr.  106.940
622-2+830+119 kr.  224.980   kr.  161.890
211 kr.    22.725 kr.   12.625
212 kr.    22.725 kr.   12.625
 

Varahlutasett í allar gerðir verða fyrirliggjandi. Þau koma með sendingunni.