Undanfarnar vikur hefur verið mikil sala í reykskynjurum, slökkvitækjum og eldvarnateppum. Birgðastaða á venjulegum 9V rafhlöðu reykskynjurum er ennþá þokkaleg en 10 ára litlu nettu skynjarnir eru að verða búnir.
Við vorum að afgreiða frá okkur kolsýruáfyllingarvél til góðs viðskiptavinar. Vélin er einföld í notkun og sparar flutning á tækjum til áfyllingar annarsstaðar.
Fyrir nokkru vorum við að afgreiða frá okkur fyrstu Holmatro GCT5160 EVO3 Kombi klippur og glennur frá okkur á Snæfellsnesið ásamt Holmatro HLB 21 lyftipúðum og ACS12 stjórntækjum og slöngum.
Við erum með úrval af 2ja og 3ja l. léttvatnstækjum á lager frá Ogniochron og Mobiak ásamt því auðvita að vera með 6 l. og 9 l. léttvatnstæki. Aukin sala hefur verið í minni tækjunum. Öll tækin eru með mismunandi mikinn slökkvimátt og eitt þeirra er frostþolið að -30°C
Þó nokkur skógræktarfélög hafa komið sér upp talsverðum fjölda af sinuklöppum og eins sumarhúsafélög og eigendur sumarhúsa. Við eigum sinu (eldklöppur) á lager núna ásamt festingum.