Mikil sala hefur verið undanfarið í neyðar og öryggismerkjum og höfum við verið að bæta við úrvalið eftir eftirspurn. M.a. hefur verið mikið eftirspurn eftir merkjum eins og Söfnunarsvæði og höfum við því bætt við úrvalið m.a merkjum fyrir hreyfihamlaða.
Við vorum að afgreiða frá okkur Holmatro EVO 3 björgunartækjasett austur á firði til eins viðskiptavinar okkar sem fyrir á nokkur sett af Holmatro tækjum.
Yfir 30 ár höfum við selt Unifire sænsku úðastútana og eftirspurnin ávallt fyrir hendi. Mikið af þessum stútum fara til slökkviliða og um borð í skip og báta
Til að byrja með tókum við léttvatnstæki í stærðunum 2ja, 3ja, 6 og 9 lítra og dufttæki í stærðunum 2 kg og 6 kg. Eftirspurn hefur verið þó nokkur á minni léttvatnstækjum svo hér er svarið við henni. 6 og 9 l. léttvatnstækin eru þau öflugustu sem við höfum flutt inn.
Fyrir stuttu upplýstum við um allar gerðir af söfnunarsvæðismerkjum sem við bjóðum. Merkin eru bæði með endurskini og ekki. Á plastplötum eða álplötum. Mismunandi stærðir.