Nú hefur Scott þjónustustöðin verið tekin út af Brunamálastofnun en það var gert í gær og þá ekkert til
fyrirstöðu að hefja starfsemi. Úttektin var án athugasemda.
Pacific Emergency Products hafa hætt framleiðslu á töskum, og bakpokum en frá þeim höfum við selt frá árinu 2001. Þessar töskur
eru í flestum ef ekki öllum sjúkrabifreiðum landsins og á mörgum heilsugæslustöðum. Það sem við eigum
á lager er á útsölu.
Við vorum að fá tvær nýjar gerðir af reykskynjaraprófunargasi á lager. Hingað til höfum við verið með eina gerð sem við
höfum fengið frá Bandaríkjunum.
Fyrr í sumar fengum við fyrstu sendinguna af CSJ brunaslönguhjólum í skápum og er verðið líklega það besta á markaðnum.
Verðið á skáp með 3/4" slöngu 30 m. langri er kr. 60.241
18.03.10 Allar borðvogir eru nú uppseldar en við eigum ennþá krókvogir frá því við vorum að selja vogir á
sínum tíma. Eins eigum við nokkra þyngdarnema sem gætu komið einhverjum til góða.
Hér kemur síðasti hluti útsölunnar að sinni. Hér koma ýmis konar verkfæri, öryggisbúnaður,
spilliefnafatnaður, upphreinsibúnaður, þéttibúnaður og svo sjúkrabúnaður.