Við erum með á lager öryggismyndavélar fyrir heimili, stofnanir, sumarhús og verslanir sem senda myndir og viðvörun beint í GSM símann
þinn eða tölvuna þína.
Við höfum leitað nýs birgja eftir að birgi okkar í sjúkratöskum hætti framleiðslu. Um leið leituðum við að meira úrvali sem
við ættum kost á að bjóða sömu aðilum.
Okkur var að berast frá Holmatro nýr listi yfir ýmis björgunartæki, dælur, klippur, slöngur, stuðningsbúnað,
varahluti og aukahluti sem boðinn er á lægra verði, þar sem hann er lítilsháttar notaður eða jafnvel ekkert notaður. Þessi listi er
gerður úr listanum sem við birtist hér á síðunni 21. janúar síðastliðinn og sýnir það sem eftir er á
útsölunni þann 5. febrúar.
Við leitum leiða til að geta boðið slökkviliðum vandaðan búnað og tæki á lægra verði og viljum nú kynna nýja gerð
í hjálmaflóruna okkar. Hingað til okkar eru komin sýnishorn.
Þær brunaaxir sem við höfum flutt inn um margra ára skeið eru dýrar og höfum við leitað fanga annarsstaðar og erum nú komin með
fyrstu sendingu á lager.
Við erum að senda upplýsingabæklinga yfir Scott reykköfunartæki til slökkviliðanna. Þetta eru evrópsk tæki, að mörgu leyti
einfaldari að gerð, en þau amerísku sem margir þekkja. Um leið erum við að kynna skiptiprógramm Scott.