Fyrir stuttu var viðtal við sviðstjóra SHS m.a. vegna geymslu á hættulegum efnum, en litlar sem engar merkingar eru þar sem hættuleg efni eru geymd.
Við höfum ekki verið með sérstakt úrval af slíkum merkjum, en höfum bætt úr og viljum gera meira til að bæta aðstæður
fyrir þá sem þurfa að sinna uppákomum og/eða slysum vegna slíkra efna.
Nú hefur Scott þjónustustöðin verið tekin út af Brunamálastofnun en það var gert í gær og þá ekkert til
fyrirstöðu að hefja starfsemi. Úttektin var án athugasemda.
Pacific Emergency Products hafa hætt framleiðslu á töskum, og bakpokum en frá þeim höfum við selt frá árinu 2001. Þessar töskur
eru í flestum ef ekki öllum sjúkrabifreiðum landsins og á mörgum heilsugæslustöðum. Það sem við eigum
á lager er á útsölu.
Við vorum að fá tvær nýjar gerðir af reykskynjaraprófunargasi á lager. Hingað til höfum við verið með eina gerð sem við
höfum fengið frá Bandaríkjunum.
Fyrr í sumar fengum við fyrstu sendinguna af CSJ brunaslönguhjólum í skápum og er verðið líklega það besta á markaðnum.
Verðið á skáp með 3/4" slöngu 30 m. langri er kr. 60.241