Undanfarin ár hafa nokkur slökkvilið fengið frá okkur BB-CBC greinistykki til að geta lagt burðarlagnir með tveimur 2 1/2" eða 3" til tryggingar eða
fyrir meiri vatnsflutning.
Nú í síðustu viku var Stjörnugolf haldið en það var að þessu sinni til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tveir
áhugamenn þeir Ágúst Guðmundsson og Björgvin Vilhjálmsson standa fyrir Stjörnugolfi og hafa fengið til stuðnings fjölda fyrirtækja
og einstaklinga.
Nú nýverið fékk Slökkvilið Borgarbyggðar Res-Q-Jack björgunarstoðir en slíkar stoðir eru hjá nokkrum
slökkviliðum um landið. Sú gerð sem fór í Borgarnes var 3ja stoða og með tjakki.
Í dag sendum við frá okkur stærstu og öflugustu loftpressuna til hleðslu á reykköfunartækjum sem við höfum selt hérlendis.
Gerðin heitir Coltri Sub MCH32/ET Compact. Til hamingju Fjarðabyggð.
Fleiri velja afkastamiklar, einfaldar, öruggar og ódýrar Tohatsu slökkvdælur. Slökkvilið Langanesbyggðar fær
nú í dag Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd
hennar er aðeins 85 kg. Fyrir stuttu fengu Slökkvilið Grenivíkur og Slökkvilið Borgarbyggðar Tohatsu dælur.
Brunavarnir Suðurnesja eru að fá frá okkur í dag Cutters Edge keðjusög af gerðinni CE-2171RS en þetta er önnur sögin
sem við seljum af þesssari gerð. Fyrst til var Slökkvilið Akureyrar að fá slíka sög.
Þessar sagir eru sérstaklega gerðar fyrir slökkvilið og björgunarsveitir og sérstaklega áreiðanlegar við slæmar
aðstæður.
Í dag var opnað útboð á vegum SHS í gámalyftubifreið og eins og fyrirsögn fréttarinnar segir vorum við ekki á markaskónum
í þessum leik enda kannski ekki von þar sem umboðsaðilar undirvagna buðu einnig og í verði slíkrar bifreiðar er lyftan ekki stór hluti.
Eðlilegt er því að þeir skori.