Innnes

Slökkvilið Snæfellsbæjar fær Scott Propak reykköfunartæki

Fyrir þremur vikum fóru Scott Propak reykköfunartæki til Slökkviliðs Snæfellsbæjar. Fyrir hjá slökkviliðinu var önnur gerð reykköfunartækja komin nokkuð við aldur og var komin tími á endurnýjun.
Lesa meira

Okkur var að berast pöntun í þrjá gáma frá Reykjavíkurborg

Í gær barst okkur pöntun frá Reykjavíkurborg í þrjá gáma, eiturefnagám, björgunartækjagám og svo reykköfunartækjagám að undangengnu útboði sem opnað var 12. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Tohatsu kynnir nýja brunadælu með fjórgengisvél

Okkur hafa borist upplýsingar um Tohatsu VF53AS brunadæluna sem koma mun á markað hérlendis fljótlega. Þetta er fyrsta  fjórgengis  brunadælan með rafeindastýrðri eldsneytis dælu sem framleidd er í Japan. Við höfum um nokkurt skeið boðið Tohatsu dælur hérlendis og eru nokkrar í notkun en þær eru allar með tvígengisvélum en þær hafa reynst mjög vel. 
Lesa meira

Lifeco slökkvitækin komin aftur

Loksins erum við komin með nýja sendingu af Lifeco léttvatns 6 og 9 lítra slökkvitækjum og einnig 2ja og 5 kg kolsýrutæki og áfram á góðu verði.
Lesa meira

Nýverið var haldið námskeið fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja

Nú í mars var haldið námskeið fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja á vegum Brunamálastofnunar en tveir starfsmanna okkar sóttu það námskeið og verða því fimm starfandi réttindamenn i slökkvitækjaþjónustu okkar ef að líkum lætur. Á námskeiðinu kom upp fyrirspurn um merkingar þeirra slökkvitækja sem flutt eru til landsins. Spurt var hvort  það væri ekki nauðsynlegt að upplýsingar um  slökkvimátt kæmu fram á  leiðbeiningarmiðum slökkvitækja. Svarið var að það væri ekki nauðsynlegt. Þetta þótti okkur einkennilegt.
Lesa meira

Smíði sjúkrabifreiða - framfarir ????

Fyrirtækið Profile Vehicles OY er í Iilsalmi í Finnlandi. Starfsmenn eru um 100 talsins og framleiðsla þeirra á síðasta ári voru 400 bifreiðar. Framleiðslan fer fram í nokkrum löndum. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í norðanverðri Evrópu. Af heimamarkaði eiga þeir um 85% og hafa selt á þeim markaði um 2000 bifreiðar. Það nýjasta frá Profile er byggingaraðferð þeirra Genios. Genios gerðina buðum við í síðasta útboði. Lesið nánar um Genios hér.
Lesa meira

Rétt í þessu var opnað útboð á vegum SHS á gámum

Nú fyrir stundu var opnað útboð á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á kaupum á eiturefnagám, björgunartækjagám og reykköfunartækjagámi sem afgreiða á þessu, næsta og þar næsta ári.
Lesa meira

Þessa dagana er verið að dreifa Gallet F2 Xtrem hjálmum

Rkí er þessa dagana að dreifa Gallet F2 Xtrem hlífðarhjálmum fyrir sjúkraflutningamenn. Með hjálmunum eru hlífðargleraugu og Peli MityLite 2430 ljós með rofa og hjálmfestingu.
Lesa meira

Ný slökkvibifreið vígð á Egilsstaðaflugvelli

Fimmtudaginn 1. mars var ný slökkvibifreið vígð á Egilsstaðarflugvelli. Við leyfum okkur að taka frétt af vefsíðu Flugstoða ohf. um atburðinn en því miður vegna flutninga fyrirtækisins gátum við ómögulega komið því við að vera viðstaddir og þótti það leitt en við höfum ávallt verið viðstaddir þær gleði og ánægjustundir þegar ný slökkvibifreið frá okkur er formlega tekin í notkun.
Lesa meira

Nýr hlífðarfatnaður frá Albatros

Í dag kom til okkar sölustjóri Albatros International, Henning Hansen til að kynna ný efni og nýjar gerðir hlífðarfatnaðar og vinnueinkennisfatnað fyrir slökkviliðsmenn. Hlífðarfatnaðurinn er með nýju sniði og úr  Kelvar og Titan efnum sem er það nýjasta í dag.
Lesa meira