Innnes

Hjálparbúnaður frá Holmatro ofl.

Holmatro eins og ávallt er í fararbroddi með nýjungar. Keppinautarnir keppast við að koma með svipaðan búnað og ganga í fótspor þeirra. Loksins er einn keppinauturinn að auka klippuaflið og annar að koma með frekar misheppnaða útfærslu af einnar slöngu kerfi.
Lesa meira

Keflavíkurgöngunni luku þeir á um sex tímum

Glæsilegt en hér má lesa frétt um heimkomuna af vef Víkurfrétta.
Lesa meira

Keflavíkurgangan í dag

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja ganga í dag til Keflavíkur til stuðnings félaga sínum. Þeir voru brattir þegar þeir voru að leggja í hann í morgun um 10 leytið.
Lesa meira

Ný gerð af skúffuskápum væntanleg

Við höfum nú ákveðið að taka Silverline skúffuskápa í sölu í stað Triumph sem við höfum boðið um nokkurra ára skeið. Skáparnir eru nánast eins í útliti og að gæðum en þó eru Silverline skáparnir sterkari og bjóða upp á fleiri möguleika. Verðið á Silverline verður mun lægra.
Lesa meira

Nokkrir Jomy fellistigar til sölu á spottprís !!!!

Af sérstökum ástæðum eigum við nokkra fellistiga í mismunandi lengdum til sölu. Þeir eru tilbúnir til uppsetningar og eru af EL og Artalu gerðum. Eins og allir vita þá seljum við Modum stiga og þá eigum við ávallt á lager í lengdum frá 2,4 m. til 5,4 m.
Lesa meira

Múskó verð á slökkvitækjum. Nei !!!!!!

Við höfum áður skrifað um innflutning slökkvitækja á síðuna og velt upp staðreyndum um innflutningstölur, magn og verð.  Innflutningur jókst milli áranna 2005 og 2006 um 21% og var heildar innflutningur um 26 milljónir sem 10 tl 12 innflytjendur standa að. Það er ekki stórt meðaltalið. Heimildir um innflutning  höfum við frá Hagstofu.
Lesa meira

Hleðsla og þjónusta slökkvitækja

Í vikunni fengum við 135 kg. duftkút úr annarri flugvallarslökkvibifreiðinni á Reykjavíkurflugvelli  til umhleðslu og yfirferðar en við höfum áður þjónustað þetta tæki.   
Lesa meira

Heimsókn á stefnumótunarfund Brunavarna Árnessýslu

Undir lok mars var haldinn stefnumótunarfundur hjá B.Á. sem okkur var boðið á í þeim tilgangi að upplýsa stjórnendur slökkviliðsins um væntanlegar slökkvibifreiðar sem staðsettar verða í Árnesi og á Selfossi.
Lesa meira

Styttir vinnuferlar

Framleiðendur sjúkra og slökkvibifreiða smíða hver og einn á sinn hátt. Við höfum komist að því að þeir framleiðendur sem við erum í samvinnu við þ.e. Profile og Wawrzaszek eru til dæmis að nota mun meiri tíma til smíða bifeiða en gert er hérlendis sem skýrir ýmislegt en um leið veltir maður því fyrir sér hvað fæst með styttingu vinnuferla ef slíkir framleiðendur sem þessir sem framleiða hundruðir bifreiða á ári fara ekki út í slíkar aðferðir.
Lesa meira

Slökkvilið Grenivíkur fær Tohatsu VC82ASE brunadælu

Í dag sendum við til Grenivíkur Tohatsu brunadælu sem er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Lesa meira