Innnes

Þráðlaus viðvörunarkefi.

Við höfum endurbætt heimasíðu upplýsingar um Jablotron þráðlausu viðvörunarkerfin en það kemur til af því að nú eru komnar nýjar gerðir stjórnstöðva í stað JA-60 Comfort stöðvanna sem við höfum verið með um árabil. Nýju stöðvarnar nefnast JA-63 Profi. Helsti munur er að þær eru 16 rása sem setja má tvöfalt á hverja svo hægt er að hafa allt að 32 nema þráðlausa. Eins eru fjórar víraðar rásir. Margir nýir m/öguleikar við tölvutengingar og aðgang að kerfum í gegnum síma.
Lesa meira

Ný 1s og 2ja kg. duftslökkvitæki

Í frétt hér neðar á síðunni eða frá 6. nóvember nefndum við að líkur væru á að við næðum ekki að vera með ódýru nýju 1s og 2ja kg. duftslökkvitækin fyrir jól þar sem þau biðu EN3 viðurkenningar en unnið væri að því að sú viðurkenning fengist.Nú er það ljóst að við verðum með þessi tæki og þau eru væntanleg í lok viku 49 eða um miðjan desember. Þessi tæki eru á tæplega 20% lægra verði en þær sambærilegu gerðir sem við höfum boðið undanfarið.
Lesa meira

Söluherferð

Undanfarið hefur einn slökkvitækjasalinn verið á "húninum" hér í höfuðstaðnum í söluherferð á slökkvitækjum og þjónustu. Boðinn er 15% afsláttur af þjónustu slökkvitækja og 20% afsláttur á nýjum slökkvitækjum. Þetta tilboð er í gildi til áramóta. Eitt er að gera vel og eitt er að bjóða afslátt og eitt er það hvað kostar varan endanlega./
Lesa meira

Opnun útboðs á slökkvibifreið fyrir Flugmálastjórn og Brunavarnir á Héraði

sem staðsett verður á Egilsstaðaflugvelli. Í dag 18. nóvember 2005 voru opnuð tilboði í flugvalla og húsabrunaslökkvibifreið fyrir Flugmálastjórn og Brunavarnir á Héraði. Hér á eftir er röðun tilboða. 
Lesa meira

RAMFAN Reyk og yfirþrýstingsblásarar

Við höfum nú endurbætt blásara upplýsingar á síðunni okkar og hér getið þið skoðað þær gerðir sem við leggjum áherslur á. Nýja gerðin þ.e. rafknúni blásarinn með stiglausri ræsingu sem kynntur var í sumar á Rauða hananum er hér og eins er ætlun okkar að vera með UB20 blásarana á lager og nokkrir bíða þess að hitarinn komin á markað við þá gerð.
Lesa meira

Samtök iðnaðarins fagna aðgerðum gegn kennitöluflakki í útboði

Samtök iðnaðarins segja, að í nýgengu útboði Vegagerðarinnar á áætlunarakstri á sérleyfisleiðum hafi í fyrsta sinn beitt sérstöku ákvæði til að verjast kennitöluflakki. Nýmælin felist í því að viðskiptasaga stjórnenda og helstu eigenda tilboðsgjafa sé könnuð aftur í tímann og geti orðið tilefni til frávísunar. Ekki sé nóg að stofna nýtt fyrirtæki með nýja og hreina kennitölu eða grípa til ónotaðrar kennitölu hafi menn verið svo fyrirhyggjusamir að verða sér út um kennitölur til seinni nota, heldur sé litið til viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda og eðli rekstrar.
Lesa meira

Húllum hæ hjá Slökkviliði Akureyrar

Í tilefni þess að Slökkvilið Akureyrar var að  1) fá nýja slökkvibifreið afhenta sem þeir áttu að fá í apríl síðastliðnum, 2) þeir eru að fá körfubifreið frá SHS, 3) þeir láta frá sér til Brunavarna Skagafjarðar körfubifreið, 4) að fá nýjan búnað í bifreiðina frá okkur, 5) halda árlegan fund slökkviliðsstjóra á Akureyri, þá var mikið um húllum hæ og dýrðir. Við heimsóttum slökkvistöðina milli 16.00 og 18.00 á laugardeginum í tilefni þessa og tókum þátt í gleðskapnum og um leið samgleðjast með Akureyringum yfir glæsilegri bifreið og búnaði í bifreiðina sem er frá okkur.
Lesa meira

(Sjúk) rabílakaup

Þann 20. september síðastliðinn var tekinn ákvörðun í útboði Ríkiskaupa og Rauða kross Íslands. Eins og búast mátti við kærðum við þá ákvörðun, þar sem það hlýtur að vera fyrst og fremst þess sem setur leikreglurnar að fara eftir þeim og eins allra þeirra sem þátt taka. Hér má lesa um ákvörðun kærunefndar útboðsmála þ.e. varðandi kröfu okkar um stöðvun samningsgerðar tafarlaust. Um önnur atriði á kærunefndin eftir að ákvarða eða skera úr um.
Lesa meira

Samningur við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið

Í gær 18. október 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Scania P420 4x4. 4.300 mm. Heildarburðargeta bifreiðar er 18 tonn.
Lesa meira

Ráðstefna um björgunarmál sem haldin verður í Moreton

ICET will have a stand at IDER and invites you to visit us in Moreton-on-Marsh, 9 and 10 November 2005.
Lesa meira