Innnes

Res-Q-Jack björgunarstoðirnar voru sýndar

RAUÐI HANINN 2005 Res-Q-Jack björgunarstoðirnar voru sýndar í bás Lancer björgunartækjaframleiðandans. Þeir ætla að markaðssetja Res-Q-Jack á meginlandinu og verða þær þá rauðar á lit en þær sem við höfum flutt inn eru gular og verða svo áfram þar sem kaupum þær beint frá framleiðanda.
Lesa meira

Ramfan blásara bæði reykblásara og yfirþrýstingsblásara

RAUÐI HANINN 2005 Við höfum í nokkur ár flutt inn og selt Ramfan blásara bæði reykblásara og yfirþrýstingsblásara. Ramfan var með sýningarbás og hafa þeir komið upp lager í Evrópu sem við pöntum nú frá. Það var tiltölulega stuttur afgreiðslufrestur en ætti að styttast enn frekar. Ramfan framleiðir blásara fyrir allmarga sem selja síðan undir sínu nafni. Það sést auðveldlega hvaðan hver blásari er upprunalega. Verð hefur ávallt verið hagstæðast á Ramfan blásurum.
Lesa meira

Storz tengjakerfi

RAUÐI HANINN 2005 Eitt það allra merkilegasta sem ég sá á sýningunni var Storz tengjakerfi sem snýr ofan af sér. Þetta eru venjuleg Storz tengi en útbúin á þann hátt að þegar slöngur eru tengdar snúnar og þrýstingi hleypt á snúa tengin ofan af sér án þess að aftengjast. Tengin má nota aftur og aftur en til að setja tengin á slöngur þarf sérstakt áhald.
Lesa meira

Akron Brass voru með þó nokkrar nýjungar á sýningunni

RAUÐI HANINN 2005 Akron Brass voru með þó nokkrar nýjungar á sýningunni. Þeir framleiða úðastúta, úðabyssur, loka og ýmislegt annað en eiga jafnframt önnur fyrirtæki sem framleiða ýmsan annan búnað fyrir slökkvilið og björgunarsveitir eins og ljóskastara, verkfæri, axir, krókstjaka ofl.
Lesa meira

Scott Health and Safety sýndi evrópskar útfærslur á Scott tækjunum

RAUÐI HANINN 2005 Scott Health and Safety sýndi evrópskar útfærslur á Scott tækjunum en Scott er nú í eigu Tyco sem á einnig Sabre Com frameiðanda Sabre reykköfunartækja. Evrópska útfærslan sem fylgir EN staðli er sambland af Scott og Sabre m.a. er maski frá Sabre. Í boði eru nokkrar gerðir eins og AirPack Fifty sem við þekkjum vel, Propack, Contour, Iris með Sabre maska og innbyggðu fjarskiptakerfi. Fjarskiptakefið er frábrugðið fjarskipakerfum hjá öðrum framleiðendum þar sem setja þarf upp endurvarp en Scott notar hverja stöð sem endurvarp þannig að hver sá sem er með stöð er endurvarp um leið.
Lesa meira

Slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni

RAUÐI HANINN 2005 Allir þeir slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni. Feuershutz Jockel sýndu allar gerðir slökkvitækja sem þeir framleiða. Nokkuð var um nýjungar en spurning hvað við getum boðið af þeim hérlendis vegna mikillar verðsamkeppni þar sem samanburður liggur ekki í slökkvieiningum og öðrum gæðum tækjanna. En við munum innan skamms koma með á markaðinn einstaklega ódýrt 6 kg. ABC dufttæki með mæli og 1s og 2ja kg. ABS slökkvitæki með mæli í bílfestingu á all verulega betra verði en það sem við bjóðum í dag. Tækin verða með íslenskum leiðbeiningum og mjög vönduð. 1s og 2ja kg. tækin verða með sama slökkvimátt og þau tæki sem við bjóðum í dag.
Lesa meira

Homatro bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur björgunartækja

RAUÐI HANINN 2005 Holmatro sýndi og sannaði enn einu sinni að þeir bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur björgunartækja.
Lesa meira

Protek Manufacturing Company sýndu

RAUÐI HANINN 2005 Protek Manufacturing Company sýndu úðastúta, úðabyssur, froðubúnað og ýmis greinistykki og slíkt.
Lesa meira

Tohatsu sýndu lausar dælur

Tohatsu sýndu nokkar gerðir af lausum dælum og m.a litla og netta dælu sem skilar um 650 l/mín við 5 bar og 3ja m. soghæð. Eins sýndu þeir úðastút sem fjarstýrir dælu þ.e. hægt er að ræsa og drepa á dælu frá stút. Tohatsu hefur framleitt dælur með loft eða vatnskældum tvígengisvélum í um 70 ár. Nokkrar dælur eru hérlendis en ekki margar. Við komumst að samkomulagi um beinan innflutning og getum boðið nokkuð góð verð viljum við ætla og nefnum þau hér á eftir. Við bendum ykkur á að skoða upplýsingar um Tohatsu dælur á heimasíðu okkar.
Lesa meira

Rosenbauer slær öllu við.

Eins og venjulega slær Rosenbauer öllu við. Á sýningunni komu þeir fram með aðeins 18 nýjungar.  Hér að neðan teljum við hluta upp en við mynduðum ekki allt en eigum bæklinga sem við erum að hluta til búnir að skanna inn. ÞAð sem ekki er nefnt hér að neða er m.a. Nýtt og nákvæmara froðublandarakerfi \"DIGOIDOS\" sem vinnur með allt að 0,1% blöndun, nýjar gerðir af froðubyssum sem eru afkastameiri en eldri gerðir en samt svipaðar að stærð, nýjan rafeinda stýribúnað á brunadælur hvort sem þær eru lausar eða í bifreiðum, hitamyndavélar, hanska, leðurstígvél, hlífðarfatnað og margt margt fleira.
Lesa meira