Innnes

Nýjir optískir reykskynjarar frá Jablotron

Jablotron hefur nú framleitt JA-60SP optískan reykskynjara sem einnig er hitaskynjari, fyrir þráðlausu viðvörunarkerfin.  Við munum fá fljótlega þessa reykskynjara í sölu sem er kærkomin viðbót við Jablotron viðvörunarkerfin. Hann er  á sama verði og jóníski skynjarinn og  hægt sé að prófa hann á sama hátt og jóníska skynjarann þ.e. með fjarstýringu.
Lesa meira

Fyrstu atvinnuslökkviliðsmenn Íslands

Föstudaginn 14. maí sl. útskrifuðust fyrstu atvinnuslökkviliðsmenn Íslands frá Brunamálaskólanum og komu að sjálfsögðu í heimsókn til Ólafs Gíslasonar & Co. Hf. og kynntu sér vöruúrvalið hjá okkur ásamt skólastjóranum Elísabetu Pálmadóttur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Um innflutning slökkvibifreiða frá 1988 til 1998

Eftirfarandi eru svör háttvirts umhverfisráðherra við fyrirspurn þingmannsins frú Rannveigar Guðmundsóttur á löggjarfarþinginu 1998 til 1999. Mikill fróðleikur liggur í svörum ráðherrans sem væntanlega eru fengin frá Brunamálastofnun. Þar sem þetta er opinbert skjal datt okkur í hug að setja þetta í frétta dálkinn okkar. Það eru þarna skýringar sem við hnjótum um og höfum leyft okkur að feitletra með rauðum lit.
Lesa meira

Opnun útboðs á slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Akureyrar.

Þann 28. apríl síðastliðinn voru opnuð tilboð í slökkvibifreið fyrir slökkvilið Akureyrar. Tilboðsgögn voru nokkuð áþekk því sem við höfum áður séð en að því leyti öðruvísi að óskað var eftir dælu miðskips en ekki aftan í bifreiðinni. Það höfum við ekki séð undanfarin 14 ár að beðið sé um dælu miðskips en þetta er amerísk hugmynd yfirfærð af Svíum og helsti kostur er minni hávaði frá dælu þ.e. ef stjórnborð og lagnir eru að aftan (BAS). Mánaðarfrestur var gefinn og er ætlunin að ákvörðun um kaup liggi fyrir innan 6 vikna.
Lesa meira

Skápar fyrir slökkvitæki.

Við eigum fyrirliggjandi nokkrar gerðir skápa úr plasti með glæru loki fyrir slökkvitæki í stærðunum 6 til 12 kg. Sala í slíkum skápum hefur aukist að undanförnu vegna mikilla byggingaframkvæmda.
Lesa meira

Lækkun á verði á þráðlausum viðvörunarkerfum ofl.

Við kynnum verulega lækkun á verði á þráðlausu innbrota og viðvörunarkerfi frá Jablotron en það kerfi höfum við selt nú um 2ja ára skeið með góðum árangri. Verð hefur að jafnaði lækkað um 20%.
Lesa meira

Holmatro kynnir nýjungar.

Kominn er á markaðinn nýr og endurbættur rúðubrjótur með góðu handfangi og spennu til að festa í vasa.
Lesa meira

Kynning á Res-Q- Jack stoðum og stuðningsbúnaði við björgunarstörf.

Frá Cepco Tool Company getum við nú boðið margs konar stoðir, stuðningsfætur, tjakka, keðjur, bönd, króka og hausa til notkunar við að tryggja og skorða af t.d. bifreiðar eftir ákeyrslu eða útafkeyrslu. Eins til að tryggja vinnu við önnur björgunarstörf, rústabjörgun eða þess háttar björgunarstörf.
Lesa meira

Mustang Ice Commander búningar - Slökkvilið Akureyrar

Í Morgunblaðinu 20. janúar birtist grein um MUSTANG ICE COMMANDER flotbúninga sem slökkvilið Akureyrar var að prófa við smábátabryggjuna við Torfunef.
Lesa meira

Um áramót

Við viljum óska viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og þökkum viðskipti og samskipti á liðnu ári. Við getum ekki verið ósáttir við síðasta ár en á því ári var tekið á ýmsum nýjum viðfangsefnum. Til gamans nefnum við hér hluta þeirra.
Lesa meira