Innnes

SHS fær dælu til að fást við eldfima og eitraða vökva.

Í dag afgreiddum við til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sérbyggðar dælur til að dæla annars vegar eldfimum vökvum og hins vegar eitruðum vökvum. Þetta eru tvær dælur og við dælurnar er notaður einn mótor. Með fylgja síur og slöngur til að dæla frá. Þetta eru sams konar dælur og slökkvilið í Evrópu nota við spilliefnaupphreinsun. Leitið frekari upplýsinga ef þið hafið áhuga.
Lesa meira

Opnun útboðs í einkennisfatnað Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Þann 7. október síðastliðinn voru opnuð tilboð í einkennisfatnað fyrir SHS en slíkt útboð hefur ekki verið um all langan tíma.
Lesa meira

Nýjar gerðir af þráðlausum samtengjanlegum reykskynjurum.

Fyrir jól eða nú eftir miðjan nóvember verðum við komnir með nýjar gerðir af þráðlausum samtengjanlegum reykskynjurum, jónískum, optískum og hitaskynjurum sem samband hafa sín á milli þráðlaust og án stöðvar. Þessa skynjara verðum við með frá tveimur framleiðendum
Lesa meira

Fréttabréfið Satety PIN frá MSA

M.a. efnis í fréttabréfinu er á forsíðu grein um að hjálmaframleiðandinn CGF Gallet er orðinn hluti af MSA samsteypunni og erum við að hefja sölu og kynningu á Galley hjálmum. (skoðið hjálma ). Greinar um aðstoð MSA vegna flóða í Þýsklandi og hreinsun Spánarstranda vegna olímengunar. Grein um MSA búnað eins og hjálma og reykköfunartæki við yfirtendrun. Þýskir staðlar um viðhald reykköfunartækja. Hitamyndavélar, vídeóvélar, gasskynjarar, gasmælar. Kynning á AirMaXX eXXtreme reykköfunartæki og Evolution 5000 hitamyndavél. Hér er fréttabréfið  en ef þið viljið fá fréttabréfið sent í bréfapósti sendið þá beiðni á netfangið ogeld@islandia.is
Lesa meira

Nýtt kennsluefni frá Holmatro BV

Í fyrra í október kom út kennsluefni með áðurgreindu heiti frá Holmatro BV þar sem kennd eru vinnubrögð við björgun fólks úr bílflökum. Holmatro er brautryðjandi í kennslu á björgunarbúnað sem notaður er við klippuvinnu og eða lyftivinnu við björgunaraðgerðir.
Lesa meira

Opnuð tilboð vegna slökkvitækja í grunnskóla

Í dag voru opnuð tilboð vegna verðkönnunar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar nr. 110  “Slökkvitæki í grunnskóla”  ISR verk 10403. Eftirfarandi tilboð bárust.
Lesa meira

Trellchem HPS eiturefnabúningar til SHS

Fyrstu Trellchem HPS eiturefnabúningarnir eru nú væntanlegir til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. SHS hefur valið Trellchem búninga og flestir eru af Super gerð en nú var breytt til og valið það allra besta frá Trelleborg. Búningar sem þeir nota eru af þeirri gerð sem er með reykköfunartækin utan á búningnum. Sá munur sem flestir munu sjá er að þessir búningar eru rauðir.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Við höfum fengið til okkar nýjan starfsmann Þorkel Inga Ingimarsson en hann kemur í stað Kristjáns Ottós Hreiðarssonar sem hætti stöfum nú í byrjun ágúst. Þorkell kemur hingað úr tölvuheiminum eða versluninni Expert og mun sjá um alla almenna sölu hér hjá okkur. Við þökkum Ottó góð störf og óskum honum alls góðs á nýjum vettvangi. Páll Brynjarsson sem hefur verið í sumarafleysingum er farinn í skólann en við eigum von á honum í jólafríinu.
Lesa meira

Scott reykköfunartæki í Hrísey.

Við sameiningu Hríseyjarhrepps við Akureyrarbæ sameinaðist Slökkvilið Hríseyjar Slökkviliði Akureyrar. Nýkomin var slökkvibifreið (Brunavarna Eyjafjarðar) í eyna en þar hafa þeir góða bifreið með Ruberg R2,5 dælu sem afkastar minnst um 3.000 l. við 8 bar og 3ja m. soghæð. Dæluafköst sem er lágmark í hverju sveitarfélagi.
Lesa meira

Krani á reykköfunarkútinn

Er nýr krani á reykköfunarkútinn dýr ?????
Lesa meira