Innnes

Viðurkenningar fyrir slökkvitækjaþjónustuna.

Viðurkenningarferli slökkvitækjaþjónustu okkar er nú lokið. Við höfum hlotið viðurkenningu Brunamálastofnunar, Siglingastofnunar og Vinnueftirlits fyrir starfsemi þjónustunarinnar og gildir sú viðurkenning fyrir að þjónusta, þrýstiprófa og yfirfara allar gerðir slökkvitækja þ.e. dufttækja, kolsýrutækja, vatnstækja og léttvatnstækja. Allar kröfur hafa verið uppfylltar. Fjórir starfsmenn hafa réttindi frá Brunamálastofnun til starfseminnar. Benedikt Einar Gunnarsson
Lesa meira

Portapool vatnslaug til Brunavarna Suðurnesja.

Núna í vikunni fengu Brunavarnir Suðurnesja Portapool vatnslaug sem tekur 10.000 l. Með lauginni er lok, undirbreiðsla, flutningsbönd, handdæla og affal 2 1/2". Framleiðandi lauarinnar er Trelleborg í Svíþjóð.
Lesa meira

Útboð Rauða krossins sem opnað var 5 maí 2003.

Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá röðun bjóðanda. Röðun var í við öðruvísi en við höfum séð áður. Forvitnilegir  nýir bjóðendur. Við erum fullvissir að hafa boðið besta verðið miðað við gæði en við bjóðum frá Profile í Finnlandi sem er stærsti framleiðandi sjúkrabíla í Norður Evrópu og sem uppfyllir allar evrópskar kröfur hvað varðar öryggi, byggingu, búnað og undirvagna.
Lesa meira

Sjúkrabílasjóður RKÍ Suðurnesjum festir kaup á PSP

Sjúkrabílasjóður RKÍ Suðurnesjum festir kaup á PSP (Pacific Emergency Products) töskum.
Lesa meira

Ódýrir skjalapokar og millimöppur

Við höfum fengið á lager mun ódýrari skjalapoka og millimöppur en við höfum boðið áður. Gæði eru mikil og verðið er einstaklega hagstætt. Pakki af KIO A4 skjalapokum kostar kr. 2.988 eða stk. á kr. 59,75. Millimöppur A4 eru á kr. 605 pakkinn eða stk. á kr. 24,20.
Lesa meira

Holmatro stoðbúnaður til Slökkviliðs Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar fékk nú í febrúar og mars Holmatro Power Shore stoðbúnað af svipaðri gerð og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk fyrir rúmu ári síðan.
Lesa meira

Slökkvivagnar á lager

Við erum nýkomnir með kolsýruvagna á hjólum á lager í stærðunum 9 kg. og 23 kg. en nokkur eftirspurn hefur verið eftir þessum stærðum.  Þeir eru útbúnir með slöngu og horni. Minni gerðin er með handfangsloka en sústærri með skrúfuðum loka. Verð þessara vagna er mjög gott og hafa sumir kaupendur nýtt þessa vagna til að útbúa kolsýrukerfi um borð í skip og báta.
Lesa meira

Endurseljendur - Verðhækkun

Við erum að ljúka gerð verðlista fyrir endurseljendur. Við höfum hækkað verð lítillega en eins og öllum endurseljendum er kunnugt um höfum við ekki hækkað verð síðan í maí 2001. Þá var gengi erlendra gjaldmiðla mjög svipað og það er í dag. Við höfum á þessu tímabili tekið á okkur allar erlendar verðbreytingar og þá verulegu hækkun erlendra gjaldmiðla sem var fram á mitt síðasta ár en hefur síðan þá farið lækkandi og er komið til samræmis og þá var. Á þessum tíma hafa orðið hækkanir á flutningskostnaði, launahækkanir og svo aðrar innlendar kostnaðarhækkanir að ógleymdu eldneytisgjaldi eða olíugjaldi sem farmflytjendur innheimta. Verðlistar verða póstlagðir í byrjun næstu viku en verðbreytingar hafa þegar tekið gildi.
Lesa meira

Nýr hlífðarfatnaður - slökkvistjórar - slökkviliðsmenn

Við erum þessa dagana að útbúa dreifibréf til slökkvistjóra með vönduðum bæklingi til að kynna nýja gerð af hlífðarfatnaði fyrir slökkviliðsmenn.
Lesa meira