Á laugardag var afhent söfnunarfé til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna sem Team Rynkeby safnaði með 1300 km hjólaferð frá Kolding í Danmörku til Parísar. Við vorum þáttakendur og styrktaraðilar.
Í lok ágúst sóttum við tveir hér námskeið hjá Holmatro þar sem farið var yfir notkun, aðferðir og tæki og tól frá Holmatro. Í lok október fara svo tveir á Holmatro viðgerðar og þjónustunámskeið og verða þá fjórir þjónustuaðilar hérlendis.
Við höfum undanfarið afgreitt frá okkur nokkrar Combi klippur og glennur af GCT5117 EVO3. Það eru nú þrjú slökkvilið komin með þessa gerð og er hún hugsuð fyrir fyrstu aðila á vettvang. Afgreiðslufrestur er nú 6 til 7 vikur.