Á markaðinn eru komin Holmatro rafhlöðudrifin björgunartæki, klippur, glennur, tjakkar og eins sambyggð tæki. Nefnist línan Greenline. Við auglýsum eftir slökkviliði sem vill verða fyrst til að kaupa Greenline línuna á kynningarverði.
Interspiro reykköfunartækin eru vel þekkt hérlendis og eru í notkun hjá þó nokkrum slökkviliðum. Fyrir um þremur árum hófum við að bjóða þessar gerðir ásamt öðrum búnaði til köfunar og lofthreinsunar frá Interspiro.
Vegna mikillar eftirspurnar þá kláraðist lagerinn okkar af 6 lítra léttvatnstækjum fyrir stuttu síðan. Við erum nú komin aftur með fullan lager og þau eru tilbúin til afgreiðslu.
Við viljum vekja athygli á Exel Lead in Line leiðbeiningum sem fylgja með. ÞAr kemur fram nauðsyn þess að skera hluta af slöngunni til að höggbylgjan verði fullkomin.
Við höfum tekið inn all væna sendingu af sinuklöppum til að mæta aukinni eftirspurn. Við stefnum á að bjóða líka festingar með sem frægur hagleiksmaður hannar og smíðar.